Fréttir

21. júní 2024

Fjórum vinnustofum um Fjölmenningu í Uppsveitum lokið

Verkefnið Fjölmenningarsamfélag í Uppsveitum Árnessýslu er á fullri ferð en verkefnið hefur það að markmiði að skapa samfélag þar sem fólk af ólíkum uppruna getur blómstrað saman. Búið er að halda fjóra vinnustofur þar sem fjallað var um fjölmenningu og voru þátttakendur beðnir um að skilgreina hvað væri fyrirmyndar fjölmenningar samfélag og hvaða verkefni sveitarfélögin og íbúar þeirra þyrftu að vinna að til að Uppsveitir Árnessýslu yrðu slíkt. Öll sveitarfélögin fjögur í Uppsveitum vinna að verkefninu og eru verkefnastjórar Gunnar Gunnarsson verkefnastjóri í  Heilsueflandi Uppsveitir, Guðrún Ása Kristleifsdóttir verkefnastjóri Heilsueflandi samfélag í Grímsnes- og Grafningshreppi og Lína Björg Tryggvadóttir Byggðarþróunarfulltrúi Í Uppsveitum Árnessýslu.

Lesa meira

Fjórum vinnustofum um Fjölmenningu í Uppsveitum lokið

27. maí 2024

Multiculturalism in Uppsveitir Árnessýslu

Municipalities Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, and Skeiða- og Gnúpverjahreppur are working on a project titled "Multicultural Community in Uppsveitir Árnessýsla." The project aims to enhance the participation of residents with foreign backgrounds in the community and promote the inclusion of all residents regardless of origin.

Lesa meira

Multiculturalism in Uppsveitir Árnessýslu

24. maí 2024

Fjölmenning í Uppsveitum Árnessýslu

Sveitarfélögin Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur eru að vinna verkefni sem ber heitið "Fjölmenningarsamfélag í Uppsveitum Árnessýslu". Verkefnið hefur það að  markmiði að efla þátttöku íbúa með erlendan bakgrunn í samfélaginu og stuðla að inngildingu allra íbúa óháð uppruna. Meðal leiða að þessu markmiði er að eiga samtal við íbúa um hvað þurfi að gera til að styðja við innlenda sem erlenda íbúa og byrjar verkefnið á könnun sem hægt er að taka með því að smella á linkinn eða skanna QR kóðan sem er neðst í fréttinni.

Lesa meira

Fjölmenning í Uppsveitum Árnessýslu

23. maí 2024

Fundur faghóps Markaðsstofu Suðurlands haldin á Flúðum

Faghópur Markaðsstofu Suðurlands hélt vorfund sinn á Flúðum að þessu sinni. Aldís sveitarstjóri kom og hélt frábæra kynningu á allri þeirri uppbyggingu sem er í gangi í Hrunamannahreppi.

Lesa meira

Fundur faghóps Markaðsstofu Suðurlands haldin á Flúðum

30. apríl 2024

Fræðslu- og menningardagskrá í Skálholti í maí 2024

Alla miðvikudaga í maí verður boðið upp á menningar- og fræðslugöngur í Skálholti. Ókeypis er í allar göngurnar og þið eruð öll hjartanlega velkomin. Um er að ræða fræðsluerindi og göngur sem tengjast Skálholti á einhvern hátt. Göngurnar hefjast allar við Skálholtskirkju kl 18:00 á miðvikudögum í maí. Göngurnar ættu að henta öllum, þær eru stuttar og á jafnsléttu að mestu. Gengið er um umhverfi kirkjunnar og taka göngurnar um 1 klst.

Lesa meira

Fræðslu- og menningardagskrá í Skálholti í maí 2024

20. febrúar 2024

Lóan er komin: Opið fyrir umsóknir um styrki úr Lóu - nýsköpunarstyrkjum fyrir landsbyggðina

Nú hefur nýsköpunarsjóðurinn Lóan opnað fyrir umsóknir og er umsóknarfresturinn til og með 4. apríl 2024. <br />Nýsköpunarstyrkir Lóunnar eru hannaðir til að styðja við nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni. Heildarstyrkveiting eru 150 miljónir króna árið 2024. Styrkirnir hafa það markmið að styðja við verkefni sem beina sjónum að hugviti, þekkingu og nýrri færni til að efla byggðir og skapa ný verðmæti. Styrkjum er úthlutað til eins árs í senn og getur hvert verkefni fengið styrk sem nemur allt að 20% af heildarúthlutun hvers árs.

Lesa meira

Lóan er komin: Opið fyrir umsóknir um styrki úr Lóu - nýsköpunarstyrkjum fyrir landsbyggðina

2. febrúar 2024

Matvælasjóður opið fyrir umsóknir

Matvælasjóður  hefur opnað fyrir umsóknir frá og með 1. febrúar. Umsóknarfrestur er til miðnættis 29. febrúar 2024. Matvælasjóður hefur það hlutverk að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu íslenskra matvæla og hliðarafurða þeirra úr landbúnaðar- og sjávarafurðum á landsvísu. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskra matvæla.

Lesa meira

Matvælasjóður opið fyrir umsóknir

1. febrúar 2024

Janúar fréttabréf byggðaþróunarfulltrúa

Þá er janúar liðinn og febrúar gengin í garð. Mánaðarlegt fréttabréf byggðaþróunarfulltrúa Uppsveita Árnessýslu er því komið út en þar er farið yfir nokkra viðburði sem áttu sér stað í mánuðinum.

Lesa meira

Janúar fréttabréf byggðaþróunarfulltrúa

1. febrúar 2024

Uppbyggingarsjóður Suðurlands hefur opnað fyrir umsóknir vor 2024

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í vorúthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands. Umsóknir skulu berast fyrir kl. 16.00 þann 5. mars 2024. Kynningarfundur um sjóðinn verður haldinn á  Teams  13. febrúar kl. 12:15 og verður hann auglýstur nánar síðar.

Lesa meira

Uppbyggingarsjóður Suðurlands hefur opnað fyrir umsóknir vor 2024

25. janúar 2024

Landstólpin 2024- samfélagsviðurkenning á vegum Byggðastofnunar

Landstólpinn er samfélagsviðurkenning sem Byggðastofnun veitir árlega á ársfundi sínum. Um er að ræða hvatningarverðalun til einstaklinga, fyrirtækja, hópa eða verkefna sem vakið hafa athygli á byggðamálum, styrkt samfélög í landsbyggðunum eða stuðlað að framgangi málefna landsbyggðanna, ýmist í heild eða innan tiltekins byggðarlags, s.s. innan nýsköpunar, byggðaþróunar, atvinnuþróunar, sjálfbærni eða menningar.

Lesa meira