23. apríl 2025
MÁLSTOFA UM ÍÞRÓTTASTARF UPPSVEITANNA
Sunnudaginn 27. apríl kl. 13–16 verður haldin málstofa í Aratungu þar sem sjónum verður beint að því hvernig við getum stækkað og þróað íþróttastarf í Uppsveitum. Við fáum til okkar góða gesti, þar á meðal fulltrúa félaga og sveitarstjórna, auk annarra áhugasamra um framtíð íþrótta á svæðinu. Sérstakir gestafyrirlesarar verða Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ, og Jóhann Á. Ólafsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja í Grindavík, sem deila með okkur reynslu sinni og sýn á uppbyggingu og árangur.
15. apríl 2025
Bláskógabyggð samþykkir nýja lýðheilsu- og forvarnastefnu með áherslu á sjálfbærni og samráð
Á haustmánuðum 2022 ákvað sveitarstjórn Bláskógabyggðar að hefja heildstæða stefnumótun fyrir sveitarfélagið með það að markmiði að móta framtíðarsýn, gildi og verkefni til næstu ára. Í þessari vinnu var sérstaklega horft til Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og lögð áhersla á sjálfbæra og framsækna þróun með það að leiðarljósi að skapa heilsusamlegt og bætt samfélag.
8. apríl 2025
Fyrirtækjakönnun landshlutanna 2025
Nú stendur yfir Fyrirtækjakönnun landshlutanna og eru fyrirtæki á Suðurlandi eindregið hvött til að taka þátt. Markmið könnunarinnar er að safna gögnum um stöðu og horfur fyrirtækja, sem nýtast við stefnumótun, atvinnuuppbyggingu og forgangsröðun verkefna. Könnunin er framkvæmd af Byggðastofnun og landshlutasamtökum sveitarfélaga.
24. mars 2025
Fyrsta skrefið í átt að sjálfbærri ferðaþjónustu – Einstakt tækifæri fyrir lítil og meðalstór fyrirt
Litlum og meðalstórum fyrirtækjum í ferðaþjónustu á Íslandi gefst nú einstakt tækifæri til að taka þátt í alþjóðlegu þróunarverkefni sem miðar að því að styðja þau í átt að sjálfbærri og nærandi ferðaþjónustu. Um er að ræða þátttöku í verkefninu FIRST MILE, sem er hluti af norræna samstarfsverkefninu NorReg, og er þróað í samstarfi við sérfræðinga hjá Behavior Smart.
17. mars 2025
Hugmyndadagar Suðurlands: Skapandi lausnir fyrir sjálfbæra framtíð.
Ertu með brennandi áhuga á hringrásarhagkerfinu, sjálfbærni og nýsköpun? Þá eru Hugmyndadagar Suðurlands vettvangurinn fyrir þig!
5. mars 2025
Lóan er komin: Opið fyrir umsóknir
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í Lóu, styrktarsjóð sem veitir stuðning við nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni. Markmið sjóðsins er að styðja við atvinnulíf og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni.
17. febrúar 2025
Opið fyrir umsóknir í Atvinnumál kvenna
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, í samstarfi við Vinnumálastofnun, auglýsir styrki til atvinnumála kvenna árið 2025 opna til umsóknar! Heildarfjárhæð styrkja er að þessu sinni 35.000.000 kr., en hámarksstyrkur sem veittur er hverju verkefni nemur 4.000.000 kr.
11. febrúar 2025
Landsstólpinn 2025 - Opið fyrir tilnefningar
Byggðastofnun hefur opnað fyrir tilnefningar til Landsstólpans 2025, viðurkenning sem veitt er fyrir framúrskarandi verkefni sem stuðla að jákvæðri byggðaþróun. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á árangursríkum verkefnum sem hafa haft jákvæð áhrif á byggðaþróun og geta verið öðrum hvatning og fyrirmynd.
10. febrúar 2025
Umsóknaskrif til umfjöllunar í fyrirlestraröð Forvitinna frumkvöðla
Þriðjudaginn 4. febrúar var umsóknaskrif tekin fyrir í fyrirlestraröð landshlutasamtakanna Forvitnir frumkvöðlar. Þórunn Jónsdóttir hélt fyrirlesturinn en hún hefur áralanga reynslu af gerð styrkumsókna og deildi hún dýrmætum ráðum um hvernig hægt er að auka líkurnar á árangri við styrkumsóknir, óháð því í hvaða sjóð er sótt.
4. febrúar 2025
Opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands 2025
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í vorúthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands 2025. Sjóðurinn veitir styrki til atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningar á Suðurlandi og hefur hann sannað mikilvægi sitt fyrir þau sem vilja þróa og efla fjölbreytt verkefni á Suðurlandi.