12. desember 2025
Uppsveitirnar eru tilvalinn áfangastaður til að dvelja á
Stjórnendur ferðaþjónustu í Uppsveitum Árnessýslu komu saman í Vínstofu Friðheima.
1. desember 2025
Styrkir til að fjölga óstaðbundnum opinberum störfum á landsbyggðinni - Umsóknargátt
Ríkisstofnanir geta nú sótt um styrki til að fjölga óstaðbundnum opinberum störfum á landsbyggðinni.
28. nóvember 2025
Ert þú stjórnandi í ferðaþjónustu í Uppsveitum Árnessýslu?
Stjórnendum í ferðaþjónustufyrirtækjum í Uppsveitum Árnessýlu er boðið að koma saman og eiga gott spjall.
3. nóvember 2025
Opnað fyrir skráningar á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna 2026
Nú hefur verið opnað fyrir skráningar á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna, sem verða haldin í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 15. janúar 2026 frá klukkan 12 til 17.
29. október 2025
Sveitarfélögin á Suðurlandi setja farsæld barna í forgang
Sögulegur áfangi náðist á ársþingi samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi (SASS) en öll 15 sveitarfélögin í landshlutanum ásamt öllum þjónustuveitendum sem vinna að málefnum barna á Suðurlandi undirrituðu samstarfsyfirlýsingu um stofnun Farsældarráðs Suðurlands.
29. október 2025
Nýr byggðaþróunarfulltrúi Uppsveita Árnessýslu
Rakel Theodórsdóttir hefur verið ráðin byggðaþróunarfulltrúi fyrir sveitarfélögin fjögur í Uppsveitum Árnessýslu, þ.e, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshrepp, Hrunamannahrepp og Skeiða-og Gnúpverjahrepp og hefur hún þegar hafið störf.
1. október 2025
Frístunda- og íþróttahlaðborð Uppsveita
Svæðisskrifstofa Íþróttahéraðs á Suðurlandi í samstarfi við heilsueflandi Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshrepp boða til sameiginlegs hlaðborðs á Laugarvatni föstudaginn 18. október.
27. ágúst 2025
Startup Landið – nýr viðskiptahraðall fyrir frumkvöðla í landsbyggðunum
Startup Landið er nýr, sjö vikna viðskiptahraðall sem ætlaður er frumkvöðlum og nýsköpunarverkefnum á landsbyggðunum. Hraðallinn, sem haldinn er í samstarfi allra landshlutasamtaka utan höfuðborgarsvæðisins, hefst 18. september og stendur til 30. október. Opið er fyrir umsóknir til og með 31. ágúst og verða tvö teymi úr hverjum landshluta valin til þátttöku.
11. ágúst 2025
Hátíð við Úlfljótsvatn – fögnum bundnu slitlagi um Þingvallavatn!
Sunnudaginn 24. ágúst verður haldin hátíð við Úlfljótsvatn til að fagna því að hringvegurinn í kringum Þingvallavatn er nú allur kominn með bundið slitlag Þetta er stór áfangi fyrir svæðið sem eykur bæði öryggi, aðgengi og tengingu milli byggðarlaga.
23. apríl 2025
MÁLSTOFA UM ÍÞRÓTTASTARF UPPSVEITANNA
Sunnudaginn 27. apríl kl. 13–16 verður haldin málstofa í Aratungu þar sem sjónum verður beint að því hvernig við getum stækkað og þróað íþróttastarf í Uppsveitum. Við fáum til okkar góða gesti, þar á meðal fulltrúa félaga og sveitarstjórna, auk annarra áhugasamra um framtíð íþrótta á svæðinu. Sérstakir gestafyrirlesarar verða Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ, og Jóhann Á. Ólafsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja í Grindavík, sem deila með okkur reynslu sinni og sýn á uppbyggingu og árangur.









