Hollt og gott úr sveitinni

 

Heilsueflandi samfélag 

Hollt og gott úr sveitinni er mikilvægur liður til að stuðla að heilsueflandi samfélagi. Næring er svo mikilvæg og við viljum reyna að upplýsa og vekja athygli á öllu því góðgæti sem sveitin okkar hefur upp á að bjóða. Auðvelt er að nálgast hollan og góðan mat hér hjá okkur þar sem uppsveitirnar eru mikil matarkista. Markmið okkar er að styrkja matarmenningu og matarhandverk (beint frá býli) með því að auka sýnileika og hvetja íbúa og gesti á svæðinu til að líta sér nær. Verslum í heimabyggð og hugum að sjálfbærni. Verslum besta og ferskasta hráefnið hér í uppsveitunum!

Hér má sjá skemmtilegt myndband um Hollt og gott í sveitinni

Hér er kort sem sýnir hvar er hægt að versla beint við bóndann (eða beint frá býli) í uppsveitunum.

 

Yfirlitskort af matarhandverki (beint frá býli) 

 

Ef þið saknið eða vitið um fleiri staði látið okkur vita og við bætum því inn :)