Fréttir

21. desember 2023

Desember fréttabréf byggðaþróunarfulltrúa Uppsveita Árnessýslu

Desember fréttabréf byggðaþróunarfulltrúa í Uppsveitum Árnessýslu er komið út og má finna það hér.<br /><br />Gleðilega hátíð

Lesa meira

Desember fréttabréf byggðaþróunarfulltrúa Uppsveita Árnessýslu

21. desember 2023

Opnunartímar um hátíðar

Hér má sjá opnunartíma margra þjónustuaðila um hátíðarnar. Þetta er ekki tæmandi listi, en mörg fyrirtæki eru með góðar upplýsingar á vefsíðum og samfélagsmiðlum sínum. Opnunartíma r Á facebook síðu Uppsveitanna má einnig finna upplýsingar

Lesa meira

Opnunartímar um hátíðar

20. desember 2023

Hátíðarkveðjur

Kæru íbúar Uppsveita, gestir og landsmenn allir. Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum samvinnu, samverustundir og heimsóknir í Uppsveitir á árinu sem er að líða. Megi árið 2024 færa okkur öllum gleði og gæfu.

Lesa meira

Hátíðarkveðjur

6. nóvember 2023

Vestnorden 2023

Vestnorden var haldið í Reykjavík dagana 17-19 október síðastliðinn. Um 600 gestir tóku þátt í sýningunni og var Markaðsstofa Suðurlands og uppsveitirnar þar á meðal. Vestnorden er mikilvægur vettvangur þar sem ferðaþjónustuaðilar frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi gefst kostur á að hittast og kynna vöruframboð sitt fyrir ferðaheildsölum víðsvegar úr heiminum.

Lesa meira

Vestnorden 2023

6. nóvember 2023

Aðgerðaáætlun í ferðamálum í samráðsgátt

Fyrstu drög að aðgerðum í aðgerðaáætlun ferðamálastefnu 2030 er komin í samráðsgátt til umsagnar. Ferðamálaráðherra skipaði 7 starfshópa í maí sl. og var þeim falið að vinna tillögur að aðgerðum. Hóparnir unnu hratt og vel auk þess að hafa viðamikið samráð við hagaðila. Fyrstu drög eru nú til ums...

Lesa meira

Aðgerðaáætlun í ferðamálum í samráðsgátt

26. október 2023

Byggðastofnun lækkar óverðtryggða vexti landbúnaðarlána

Þann 18. október sl. tók Byggðastofnun þá ákvörðun að lækka álag á óverðtryggða vexti landbúnaðarlána um 1 prósentustig. Einnig var tekin ákvörðun um að lækka álag á óverðtryggða vexti lána til kynslóðaskipta í landbúnaði 1,3 prósentustig og taka þessar breytingar gildi þann 1. nóvember nk.

Lesa meira

Byggðastofnun lækkar óverðtryggða vexti landbúnaðarlána

20. október 2023

Vefráðstefna Nordregio 2023- ungt fólk á Norðurlöndum

Miðvikudaginn 17. október var haldinn vefráðstefna á vegum  Nordregio  og var málefnið byggðaþróun og skipulagsmál um framtíð Norðurlandanna. Meginviðfangsefni ráðstefnunnar var ungt fólk á Norðurlöndum og hvernig þeirra sjónarmið er tekin inn í  stefnumótun og áætlanagerð ríkis og sveitarfélaga. Ráðstefnan var mjög áhugaverð en þar voru bæði fagaðilar með fræðandi fyrirlestra ásamt því að rætt var við ungt fólk um þátttöku þeirra í stefnumótun og framtíðarskipulagningu og hvað þurfi að gera til að komið verði í veg fyrir brottflutning ungs fólks úr dreifbýli.

Lesa meira

Vefráðstefna Nordregio 2023- ungt fólk á Norðurlöndum

27. september 2023

Verslun í dreifbýli – Byggðarstofnun auglýsir eftir umsóknum

Byggðastofnun hefur opnað fyrir umsóknir um framlög sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036 vegna verkefna sem tengjast aðgerð A.9 Verslun í dreifbýli.

Lesa meira

5. september 2023

Ýmsir styrkir í boði fyrir samfélagsverkefni, uppbyggingu og nýsköpun

Sumri hallar og haustið tekur yfir með allri sinni litadýrð og fegurð. Nú í byrjun september heyrist á tali fólks að spennan yfir réttum er allsráðandi og vonum við að veðurblíðan sem hefur verð ríkjandi síðustu mánuði verði með okkur sunnlendingum í liði áfram.  September er líka mánuður hinna ýmsu sjóða en Uppbyggingarsjóður Suðurlands opnaði fyrir umsóknir í sjóðinn þann 5. september sl. og rennur umsóknarfrestur í hann út þriðjudaginn 3. október kl. 16:00. Við hvetjum þá sem luma á hugmynd sem fellur að kröfum sjóðsins að sækja um. Frekari upplýsingar um sjóðinn er að finna hér.

Lesa meira

Ýmsir styrkir í boði fyrir samfélagsverkefni, uppbyggingu og nýsköpun

5. september 2023

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða

Er ferðamannastaður á landinu þínu? Framkvæmdasjóður ferðamannastaða fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila. Sjóðnum er heimilt að fjármagna framkvæmdir er snúa að: Öryggi ferðamanna. Náttúruvernd og uppbyggingu. Viðhaldi og ver...

Lesa meira