UPPLÝSINGAVEFUR UPPSVEITA ÁRNESSÝSLU

Uppsveitir Árnessýslu er svæðið frá Þingvöllum að Þjórsá og spannar fjögur sveitarfélög. 
Þar er að finna fjölmargar náttúruperlur og sögustaði sem vinsælt er að heimsækja og fjölbreytt afþreying er í boði.

Við hvetjum fólk til að dvelja um stund og njóta.  Fjölbreytt þjónusta er í byggðakjörnum og sveitunum í kring;  Flúðir, Laugarvatn, Reykholt, Borg, Sólheimar, Laugarás, Brautarholt, Árnes.   Hægt að fara í margs konar upplifun og dagsferðir á svæðinu. 

Veitingastaðir af öllum gerðum, hver með sína sérstöðu og matarupplifun og víða má kaupa grænmeti og aðra framleiðslu beint frá býli. Fjölbreyttir gistimöguleikar;
tjaldsvæði, hótel, gistiheimili, bændagisting, farfuglaheimili, sumarhús, íbúðir og fjallaskálar

Sögustaðir, söfn og sýningar. Gönguleiðir, fjallgöngur, sund, pottar, gufa, golf, fótboltagolf, íþrótta- og leikvellir, ratleikir, strandblak og frisbígolf, hellaskoðun, siglingar, köfun, hestaferðir, sleðaferðir og veiði.

Uppsveitirnar taka þátt í verkefninu heilsueflandi samfélag og gestir njóta góðs af.  Áhersla á útivist, hollustu og vellíðan. Uppsveitirnar eru samstarfsaðili Markaðsstofu Suðurlands.

Velkomin og njótið þess sem svæðið hefur uppá að bjóða.  Við erum tilbúin til að aðstoða við að gera heimsóknina ánægjulega. 

Viðburðir framundan í Uppsveitunum

Viðburðir framundan í Uppsveitunum

Framundan eru fjölmargir viðburðir eins og vera ber á þessum árstíma. Og verða þeir færðir hér inn eftir því sem fregnir berast. Bókagleði í Skálho...

Lesa meira

Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir styrki, opið fyrir umsóknir til 5. október 2021

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands, um er að ræða haustúthlutun 2021. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnasty...

Lesa meira

Opinn fundur á Hótel Geysi 14.9. kl. 17:00

"Fulltrúar Umhverfisstofnunar og Bláskógabyggðar boða til opins kynningarfundar vegna gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Geysissvæðið. Fundu...

Lesa meira

Óskalögin við orgelið í Skálholti í vetur

Óskalögin við orgelið í Skálholti halda áfram á föstudagskvöldum í vetur. Föstudaginn 10. september verður þemað réttir. Orgeltónleikarnir hefjast ...

Lesa meira

Frá 1. janúar 2021 13:03

Viðburðir á FB allt árið

Fjölbreyttir viðburðir birtast jafnóðum á Facebook síðunni okkar Uppsveitir South Iceland

Lesa meira