UPPLÝSINGAVEFUR UPPSVEITA ÁRNESSÝSLU

Þrjú sveitarfélög í Uppsveitum Árnessýslu hafa með sér öflugt samstarf þar á meðal í ferðamálum.  Þetta eru : Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Grímsnes og Grafningshreppur.  
Þar er að finna fjölmargar náttúruperlur og sögustaði sem vinsælt er að heimsækja og fjölbreytt afþreying er í boði.

Við hvetjum fólk til að dvelja um stund og njóta.  Fjölbreytt þjónusta er í byggðakjörnum og sveitunum í kring;  Flúðir, Laugarvatn, Reykholt, Borg, Sólheimar, Laugarás.   Hægt að fara í margs konar upplifun og dagsferðir á svæðinu. 

Veitingastaðir af öllum gerðum, hver með sína sérstöðu og matarupplifun og víða má kaupa grænmeti og aðra framleiðslu beint frá býli. Fjölbreyttir gistimöguleikar;
tjaldsvæði, hótel, gistiheimili, bændagisting, farfuglaheimili, sumarhús, íbúðir og fjallaskálar

Sögustaðir, söfn og sýningar. Gönguleiðir, fjallgöngur, sund, pottar, gufa, golf, fótboltagolf, íþrótta- og leikvellir, ratleikir, strandblak og frisbígolf, hellaskoðun, siglingar, köfun, hestaferðir, sleðaferðir og veiði.

Uppsveitirnar taka þátt í verkefninu heilsueflandi samfélag og gestir njóta góðs af.  Áhersla á útivist, hollustu og vellíðan. Uppsveitirnar eru samstarfsaðili Markaðsstofu Suðurlands.

Velkomin og njótið þess sem svæðið hefur uppá að bjóða.  Við erum tilbúin til að aðstoða við að gera heimsóknina ánægjulega. 

Góðir gestir á ferðinni í kjördæmaviku

Góðir gestir á ferðinni í kjördæmaviku

Ákall Gullna hringborðsins afhent. Ráðherrar og þingmenn voru á ferðinni í Uppsveitum í gær, þau komu víða við og hittu marga. Það gafst mjög gott ...

Lesa meira

Ert þú með hugmynd ? Opið fyrir umsóknir

Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir. Nú er opið fyrir umsóknir vegna fyrri úthlutunar ársins 2023 og er umsóknarfrestur til og með 1. mars kl. 1...

Lesa meira

Mannamót 2023

Ferðakaupstefnan Mannamót verður haldin fimmtudaginn 19. janúar í Kórnum í Kópavogi. Um 250 fyrirtæki kynna þjónustu sína. Gert er ráð fyrir að 600...

Lesa meira

Frá 1. janúar 2021 13:03

Viðburðir á FB allt árið

Fjölbreyttir viðburðir birtast jafnóðum á Facebook síðunni okkar Uppsveitir South Iceland

Lesa meira