UPPLÝSINGAVEFUR UPPSVEITA ÁRNESSÝSLU

Fjögur sveitarfélög í Uppsveitum Árnessýslu hafa með sér öflugt samstarf þar á meðal í ferðamálum.  Þetta eru : Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur.  

Fjölmargar náttúruperlur, sögustaðir og ýmis afþreying er í boði. Fjölbreytt þjónusta í byggðakjörnum og sveitunum í kring; Flúðir, Laugarvatn, Reykholt, Borg, Sólheimar, Laugarás, Árnes, Brautarholt. Verið velkomin.

Lóan er komin: Opið fyrir umsóknir um styrki úr Lóu - nýsköpunarstyrkjum fyrir landsbyggðina

Lóan er komin: Opið fyrir umsóknir um styrki úr Lóu - nýsköpunarstyrkjum fyrir landsbyggðina

Nú hefur nýsköpunarsjóðurinn Lóan opnað fyrir umsóknir og er umsóknarfresturinn til og með 4. apríl 2024. <br />Nýsköpunarstyrkir Lóunnar eru hannaðir til að styðja við nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni. Heildarstyrkveiting eru 150 miljónir króna árið 2024. Styrkirnir hafa það markmið að styðja við verkefni sem beina sjónum að hugviti, þekkingu og nýrri færni til að efla byggðir og skapa ný verðmæti. Styrkjum er úthlutað til eins árs í senn og getur hvert verkefni fengið styrk sem nemur allt að 20% af heildarúthlutun hvers árs.

Lesa meira

Matvælasjóður opið fyrir umsóknir

Matvælasjóður  hefur opnað fyrir umsóknir frá og með 1. febrúar. Umsóknarfrestur er til miðnættis 29. febrúar 2024. Matvælasjóður hefur það hlutverk að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu íslenskra matvæla og hliðarafurða þeirra úr landbúnaðar- og sjávarafurðum á landsvísu. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskra matvæla.

Lesa meira

Janúar fréttabréf byggðaþróunarfulltrúa

Þá er janúar liðinn og febrúar gengin í garð. Mánaðarlegt fréttabréf byggðaþróunarfulltrúa Uppsveita Árnessýslu er því komið út en þar er farið yfir nokkra viðburði sem áttu sér stað í mánuðinum.

Lesa meira

Uppbyggingarsjóður Suðurlands hefur opnað fyrir umsóknir vor 2024

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í vorúthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands. Umsóknir skulu berast fyrir kl. 16.00 þann 5. mars 2024. Kynningarfundur um sjóðinn verður haldinn á  Teams  13. febrúar kl. 12:15 og verður hann auglýstur nánar síðar.

Lesa meira

Frá 1. janúar 2021 13:03

Viðburðir á FB allt árið

Fjölbreyttir viðburðir birtast jafnóðum á Facebook síðunni okkar Uppsveitir South Iceland

Lesa meira

16. febrúar 2024 10:53 - 1. mars 2024

Matvælasjóður umsóknarfrestur til.

Matvælasjóður er með opið fyrir umsóknir til 29. febrúar.

Lesa meira

16. febrúar 2024 10:59 - 6. mars 2024

Uppbyggingarsjóður opið fyrir umsóknir til

Opið er fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands til 5. mars 2024

Lesa meira