UPPLÝSINGAVEFUR UPPSVEITA ÁRNESSÝSLU

Fjögur sveitarfélög í Uppsveitum Árnessýslu hafa með sér öflugt samstarf þar á meðal í ferðamálum.  Þetta eru : Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur.  

Fjölmargar náttúruperlur, sögustaðir og ýmis afþreying er í boði. Fjölbreytt þjónusta í byggðakjörnum og sveitunum í kring; Flúðir, Laugarvatn, Reykholt, Borg, Sólheimar, Laugarás, Árnes, Brautarholt. Verið velkomin.

Vestnorden 2023

Vestnorden 2023

Vestnorden var haldið í Reykjavík dagana 17-19 október síðastliðinn. Um 600 gestir tóku þátt í sýningunni og var Markaðsstofa Suðurlands og uppsveitirnar þar á meðal. Vestnorden er mikilvægur vettvangur þar sem ferðaþjónustuaðilar frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi gefst kostur á að hittast og kynna vöruframboð sitt fyrir ferðaheildsölum víðsvegar úr heiminum.

Lesa meira

Aðgerðaáætlun í ferðamálum í samráðsgátt

Fyrstu drög að aðgerðum í aðgerðaáætlun ferðamálastefnu 2030 er komin í samráðsgátt til umsagnar. Ferðamálaráðherra skipaði 7 starfshópa í maí sl. ...

Lesa meira

Byggðastofnun lækkar óverðtryggða vexti landbúnaðarlána

Þann 18. október sl. tók Byggðastofnun þá ákvörðun að lækka álag á óverðtryggða vexti landbúnaðarlána um 1 prósentustig. Einnig var tekin ákvörðun um að lækka álag á óverðtryggða vexti lána til kynslóðaskipta í landbúnaði 1,3 prósentustig og taka þessar breytingar gildi þann 1. nóvember nk.

Lesa meira

Vefráðstefna Nordregio 2023- ungt fólk á Norðurlöndum

Miðvikudaginn 17. október var haldinn vefráðstefna á vegum  Nordregio  og var málefnið byggðaþróun og skipulagsmál um framtíð Norðurlandanna. Meginviðfangsefni ráðstefnunnar var ungt fólk á Norðurlöndum og hvernig þeirra sjónarmið er tekin inn í  stefnumótun og áætlanagerð ríkis og sveitarfélaga. Ráðstefnan var mjög áhugaverð en þar voru bæði fagaðilar með fræðandi fyrirlestra ásamt því að rætt var við ungt fólk um þátttöku þeirra í stefnumótun og framtíðarskipulagningu og hvað þurfi að gera til að komið verði í veg fyrir brottflutning ungs fólks úr dreifbýli.

Lesa meira

Frá 1. janúar 2021 13:03

Viðburðir á FB allt árið

Fjölbreyttir viðburðir birtast jafnóðum á Facebook síðunni okkar Uppsveitir South Iceland

Lesa meira