UPPLÝSINGAVEFUR UPPSVEITA ÁRNESSÝSLU

Þrjú sveitarfélög í Uppsveitum Árnessýslu hafa með sér öflugt samstarf þar á meðal í ferðamálum.  Þetta eru : Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Grímsnes og Grafningshreppur.  
Þar er að finna fjölmargar náttúruperlur og sögustaði sem vinsælt er að heimsækja og fjölbreytt afþreying er í boði.

Við hvetjum fólk til að dvelja um stund og njóta.  Fjölbreytt þjónusta er í byggðakjörnum og sveitunum í kring;  Flúðir, Laugarvatn, Reykholt, Borg, Sólheimar, Laugarás.   Hægt að fara í margs konar upplifun og dagsferðir á svæðinu. 

Veitingastaðir af öllum gerðum, hver með sína sérstöðu og matarupplifun og víða má kaupa grænmeti og aðra framleiðslu beint frá býli. Fjölbreyttir gistimöguleikar;
tjaldsvæði, hótel, gistiheimili, bændagisting, farfuglaheimili, sumarhús, íbúðir og fjallaskálar

Sögustaðir, söfn og sýningar. Gönguleiðir, fjallgöngur, sund, pottar, gufa, golf, fótboltagolf, íþrótta- og leikvellir, ratleikir, strandblak og frisbígolf, hellaskoðun, siglingar, köfun, hestaferðir, sleðaferðir og veiði.

Uppsveitirnar taka þátt í verkefninu heilsueflandi samfélag og gestir njóta góðs af.  Áhersla á útivist, hollustu og vellíðan. Uppsveitirnar eru samstarfsaðili Markaðsstofu Suðurlands.

Velkomin og njótið þess sem svæðið hefur uppá að bjóða.  Við erum tilbúin til að aðstoða við að gera heimsóknina ánægjulega. 

Kórinn Kliður í Eyvindartungu 3. júní

Kórinn Kliður býður gestum notalega og afslappaða síðdegistónleika í sveitasælunni í Eyvindartungu laugardaginn 3. júní. Sjá nánar um efnisskrá hér...

Lesa meira

Sumartónleikar í Skálholti 2023

Sumartónleikar í Skálholti verða haldnir 28. júní - 9. júlí dagskránna má skoða hér www.sumartonleikar.is Sumartónleikarnir fengu úthlutað styrk úr...

Lesa meira

Atvinnumálastefna Uppsveita

Að undanförnu hefur verið unnið að sameiginlegri atvinnumálastefnu fyrir Uppsveitir Árnessýslu 2023-2027. Nú liggja fyrir drög að stefnu sem verða ...

Lesa meira

Sumarið lítur vel út

Sumarið í Uppsveitum Árnessýslu lýtur vel út og þrátt fyrir örlítinn afturkipp í veðrinu eru menn fullir bjartsýni. Farfuglarnir komnir og sumir þe...

Lesa meira

Frá 1. janúar 2021 13:03

Viðburðir á FB allt árið

Fjölbreyttir viðburðir birtast jafnóðum á Facebook síðunni okkar Uppsveitir South Iceland

Lesa meira

28. júní 2023 13:17 - 9. júlí 2023 13:17

Sumartónleikar 2023

Dagskráin verður fjölbreytt og hana má finna á www.sumartonleikar.is

Lesa meira