Heilsueflandi Uppsveitir

 

 

Sveitarfélögin í uppsveitunum eru þátttakendur í átakinu um heilsueflandi samfélag. Þetta er unnið með samþykki og í samráði við Embætti landlæknis og er meginmarkmiðið að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lífsháttum, með áherslu á heilsu og vellíðan allra íbúa.  

Upplýsingar frá Landlæknisembættinu um heilsueflandi samfélag

Margir þættir hafa áhrif á heilsu og líðan okkar, sumu er ekki hægt að breyta en við getum bætt lífsskilyrði með breyttum lifnaðarháttum.  Sveitarfélögin fá yfirsýn yfir lýðheilsu m.a. með því að skoða lýðheilsuvísa. Þetta er safn mælikvarða og niðurstöðurnar auðvelda sveitarfélögunum að greina styrk sinn og velja áskoranir, skapa rétt umhverfi og aðstæður sem hvetja íbúa til heilsueflingar. 

Hér má finna lýðheilsuvísa ársins 2019 fyrir heilbrigðisumdæmi Suðurlands