24. júlí
NÝIR RATLEIKIR
KYNNING
Við höfum verið að prófa okkur áfram og nýta okkur tæknina til að miðla upplýsingum og afþreyingu til fólks, til að efla það í að kanna umhverfið og hreyfa sig. Eitt af verkefnunum sem við erum að vinna að er app sem heitir Turfhunt. Þetta forrit, sem er hannað fyrir snjalltæki, er íslenskt hugvit og býður upp á ratleiki þar sem bæði er hægt að miðla fróðleik og búa til léttar keppnir.
Nú eru nokkrir leikir komnir inn og bjóðum við ykkur að taka þátt í þeim. Til þess þarf að ná í appið Turfhunt sem á að virka í öllum snjalltækjum.
Linkur inn á Turfhunt í appstore : ms.turfhunt.net/index.html#/projects
Linkur inn á Turfhunt í playstore: https://play.google.com/store/apps/details?id=com.locatify.treasurehunt&hl=is
Þegar appið er komið í tækið er auðvelt að kanna hvað er í boði á þeim stað sem þið eruð. Hér í uppsveitunum er nú komir nokkrir leikir.
Þegar ferðist er um sveitirnar eru þessir fræðsluleikir í boði:
· Grímsnes- og Grafningshreppur
· Hrunamannahreppur
· Upp í sveit (Skeið- og Gnúpverjahreppur)
· Bláskógabyggð
· Litli hringurinn (Flúðir)
Bændur og frumframleiðendur í Uppsveitum Árnessýslu - morgunfundur
Léttur og persónulegur morgunfundur þar sem við hittumst, spjöllum saman, tengjumst og fáum aukna innsýn í það sem er að gerast í bændamenningunni og framleiðslu á svæðinu.
Óskað er eftir tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands 2025
Allir þeir sem tengjast skóla- og/eða menntunarstarfi með einhverjum hætti, s.s. sveitarfélög, skólanefndir, kennarar, starfsfólk skóla og annað áhugafólk um menntun og skólastarf, hafa rétt til þess að tilnefna til verðlaunanna. Tilnefningunni verður að fylgja ítarlegur rökstuðningur.
New Platform for entrepreneurs of foreign origin
new website offering free courses and tools to help turn your idea into reality.
Uppsveitirnar eru tilvalinn áfangastaður til að dvelja á
Stjórnendur ferðaþjónustu í Uppsveitum Árnessýslu komu saman í Vínstofu Friðheima.
