24. júlí
NÝIR RATLEIKIR
KYNNING
Við höfum verið að prófa okkur áfram og nýta okkur tæknina til að miðla upplýsingum og afþreyingu til fólks, til að efla það í að kanna umhverfið og hreyfa sig. Eitt af verkefnunum sem við erum að vinna að er app sem heitir Turfhunt. Þetta forrit, sem er hannað fyrir snjalltæki, er íslenskt hugvit og býður upp á ratleiki þar sem bæði er hægt að miðla fróðleik og búa til léttar keppnir.
Nú eru nokkrir leikir komnir inn og bjóðum við ykkur að taka þátt í þeim. Til þess þarf að ná í appið Turfhunt sem á að virka í öllum snjalltækjum.
Linkur inn á Turfhunt í appstore : ms.turfhunt.net/index.html#/projects
Linkur inn á Turfhunt í playstore: https://play.google.com/store/apps/details?id=com.locatify.treasurehunt&hl=is
Þegar appið er komið í tækið er auðvelt að kanna hvað er í boði á þeim stað sem þið eruð. Hér í uppsveitunum er nú komir nokkrir leikir.
Þegar ferðist er um sveitirnar eru þessir fræðsluleikir í boði:
· Grímsnes- og Grafningshreppur
· Hrunamannahreppur
· Upp í sveit (Skeið- og Gnúpverjahreppur)
· Bláskógabyggð
· Litli hringurinn (Flúðir)
Ýmsir styrkir í boði fyrir samfélagsverkefni, uppbyggingu og nýsköpun
Sumri hallar og haustið tekur yfir með allri sinni litadýrð og fegurð. Nú í byrjun september heyrist á tali fólks að spennan yfir réttum er allsráðandi og vonum við að veðurblíðan sem hefur verð ríkjandi síðustu mánuði verði með okkur sunnlendingum í liði áfram. September er líka mánuður hinna ýmsu sjóða en Uppbyggingarsjóður Suðurlands opnaði fyrir umsóknir í sjóðinn þann 5. september sl. og rennur umsóknarfrestur í hann út þriðjudaginn 3. október kl. 16:00. Við hvetjum þá sem luma á hugmynd sem fellur að kröfum sjóðsins að sækja um. Frekari upplýsingar um sjóðinn er að finna hér.
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða
Er ferðamannastaður á landinu þínu? Framkvæmdasjóður ferðamannastaða fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjó...
Uppskeruhátíð á Flúðum og nágrenni laugardaginn 2. september
Fjölbreytt dagskrá á Flúðum og í sveitinni. Uppskerumessa. Markaður í félagsheimilinu, ný uppskera frá garðyrkjubændum og fleira beint frá býli. Op...
Frá 1. janúar 2021 13:03
Viðburðir á FB allt árið
Fjölbreyttir viðburðir birtast jafnóðum á Facebook síðunni okkar Uppsveitir South Iceland