24. júlí

NÝIR RATLEIKIR

KYNNING

Við höfum verið að prófa okkur áfram og nýta okkur tæknina til að miðla upplýsingum og afþreyingu til fólks, til að efla það í að kanna umhverfið og hreyfa sig. Eitt af verkefnunum sem við erum að vinna að er app sem heitir Turfhunt. Þetta forrit, sem er hannað fyrir snjalltæki, er íslenskt hugvit og býður upp á ratleiki þar sem bæði er hægt að miðla fróðleik og búa til léttar keppnir.

Nú eru nokkrir leikir komnir inn og bjóðum við ykkur að taka þátt í þeim. Til þess þarf að ná í appið Turfhunt sem á að virka í öllum snjalltækjum.

Linkur inn á Turfhunt í appstore : ms.turfhunt.net/index.html#/projects

Linkur inn á Turfhunt í playstore: https://play.google.com/store/apps/details?id=com.locatify.treasurehunt&hl=is

Þegar appið er komið í tækið er auðvelt að kanna hvað er í boði á þeim stað sem þið eruð. Hér í uppsveitunum er nú komir nokkrir leikir.

Þegar ferðist er um sveitirnar eru þessir fræðsluleikir í boði:

·       Grímsnes- og Grafningshreppur

·       Hrunamannahreppur

·       Upp í sveit (Skeið- og Gnúpverjahreppur) 

·       Bláskógabyggð

·       Litli hringurinn (Flúðir)

Kórinn Kliður í Eyvindartungu 3. júní

Kórinn Kliður býður gestum notalega og afslappaða síðdegistónleika í sveitasælunni í Eyvindartungu laugardaginn 3. júní. Sjá nánar um efnisskrá hér...

Lesa meira

Sumartónleikar í Skálholti 2023

Sumartónleikar í Skálholti verða haldnir 28. júní - 9. júlí dagskránna má skoða hér www.sumartonleikar.is Sumartónleikarnir fengu úthlutað styrk úr...

Lesa meira

Atvinnumálastefna Uppsveita

Að undanförnu hefur verið unnið að sameiginlegri atvinnumálastefnu fyrir Uppsveitir Árnessýslu 2023-2027. Nú liggja fyrir drög að stefnu sem verða ...

Lesa meira

Sumarið lítur vel út

Sumarið í Uppsveitum Árnessýslu lýtur vel út og þrátt fyrir örlítinn afturkipp í veðrinu eru menn fullir bjartsýni. Farfuglarnir komnir og sumir þe...

Lesa meira

Frá 1. janúar 2021 13:03

Viðburðir á FB allt árið

Fjölbreyttir viðburðir birtast jafnóðum á Facebook síðunni okkar Uppsveitir South Iceland

Lesa meira

28. júní 2023 13:17 - 9. júlí 2023 13:17

Sumartónleikar 2023

Dagskráin verður fjölbreytt og hana má finna á www.sumartonleikar.is

Lesa meira