UPPLÝSINGAVEFUR UPPSVEITA ÁRNESSÝSLU

Fjögur sveitarfélög í Uppsveitum Árnessýslu hafa með sér öflugt samstarf þar á meðal í ferðamálum.  Þetta eru : Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur.  

Fjölmargar náttúruperlur, sögustaðir og ýmis afþreying er í boði. Fjölbreytt þjónusta í byggðakjörnum og sveitunum í kring; Flúðir, Laugarvatn, Reykholt, Borg, Sólheimar, Laugarás, Árnes, Brautarholt. Verið velkomin.

Sveitarfélögin á Suðurlandi setja farsæld barna í forgang

Sveitarfélögin á Suðurlandi setja farsæld barna í forgang

Sögulegur áfangi náðist á ársþingi samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi (SASS) en öll 15 sveitarfélögin í landshlutanum ásamt öllum þjónustuveitendum sem vinna að málefnum barna á Suðurlandi undirrituðu samstarfsyfirlýsingu um stofnun Farsældarráðs Suðurlands.

Lesa meira

Nýr byggðaþróunarfulltrúi Uppsveita Árnessýslu

Rakel Theodórsdóttir hefur verið ráðin byggðaþróunarfulltrúi fyrir sveitarfélögin fjögur í Uppsveitum Árnessýslu, þ.e, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshrepp, Hrunamannahrepp og Skeiða-og Gnúpverjahrepp og hefur hún þegar hafið störf.

Lesa meira

Frístunda- og íþróttahlaðborð Uppsveita

Svæðisskrifstofa Íþróttahéraðs á Suðurlandi í samstarfi við heilsueflandi Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshrepp boða til sameiginlegs hlaðborðs á Laugarvatni föstudaginn 18. október.

Lesa meira

Startup Landið – nýr viðskiptahraðall fyrir frumkvöðla í landsbyggðunum

Startup Landið er nýr, sjö vikna viðskiptahraðall sem ætlaður er frumkvöðlum og nýsköpunarverkefnum á landsbyggðunum. Hraðallinn, sem haldinn er í samstarfi allra landshlutasamtaka utan höfuðborgarsvæðisins, hefst 18. september og stendur til 30. október. Opið er fyrir umsóknir til og með 31. ágúst og verða tvö teymi úr hverjum landshluta valin til þátttöku.

Lesa meira