20. febrúar 2017
Uppbyggingarsjóður Suðurlands
Búið er að opna fyrir umsóknir úr Uppbyggingasjóði Suðurlands Umsóknarfrestur er til 14. mars. Nánari upplýsingar á síðunni www.sass.is
20. febrúar 2017
Leiksýning í Árnesi
Þessa dagana er æft af kappi í Félagsheimilinu í Árnesi leikritið “Láttu ekki deigan síga Guðmundur” eftir þær Eddu Björgvinsdóttur og Hlín Agnarsdóttur. Fjöldi leikara og tónlistarmanna taka þátt í sýningunni og er titilhlutverkið í höndum Ingvars Hjálmarssonar. Ásamt honum taka þátt þau: Nikulá...
14. febrúar 2017
Leikfélagið Borg sýnir gamanleik
Fleiri sýningar framundan í mars Sjá hér á FB Leikfélagið Borg sýnir gamanleikinn Svefnlausi brúðguminn eftir Arnold og Bach í þýðingu Sverris Haraldssonar. Leikstjóri er Magnús Magnússon. Frumsýning: 17. febrúar kl. 20:00 2. sýning 19. febrúar kl. 16:00 3. sýning 23. febrúar kl. 20:00 4. sýning ...
18. janúar 2017
Tími Þorrablóta framundan
Þá er upprunninn hinn skemmtilegi tími Þorrablótanna. Í Uppsveitum blóta menn þorrann að sjálfsögðu og þegar má greina spennu í lofti. Gott ef ekki má finna þef af súrmat í lofti á góðum degi. Góða skemmtun.
8. nóvember 2016
Málþing um ferðamál 17. nóvember
„Allt er breytingum háð“ Fjölsóttasta ferðamannasvæði landsins - þróun á tímum örra breytinga. Málþing um ferðaþjónustu í Uppsveitum Árnessýslu, verður haldið í Golfskálanum á Efra-Seli, Hrunamannahreppi (Flúðum) fimmtudaginn 17. nóvember kl. 13:00-16:00. Frummælendur verða Einar Á.E. Sæmundsen f...
2. nóvember 2016
Minningarhátíð um Jón Arason 7.nóv.
Skálholt: Minningarhátíð um Jón Arason biskup 7. nóvember Þess verður minnst í Skálholti mánudaginn 7. nóvember n.k. að þann dag árið 1550 var Jón Arason biskup á Hólum líflátinn ásamt sonum sínum tveimur. Að þessu sinni verður dagskráin með eftirfarandi sniði: Kl. 17 verður dagskrá til minningar...
28. október 2016
Opið hús í Skálholti 2. nóv.
Opið hús í Skálholti: sögur af syndurum og helgum mönnum miðvikudaginn 2. nóvember kl. 14-16 Eldri borgurum er boðið í opið hús í Skálholti miðvikudaginn 2. nóvember kl. 14 – 16. Sagðar verða sögur af fólki í Skálholti; - af syndurum og helgum mönnum, rölt um skólann og skoðuð listaverk og merkar...
22. október 2016
Málþing á Flúðum miðvikudaginn 26. október
Opið málþing verður haldið á Flúðum næstkomandi miðvikudag 26. október. Tilefnið er að hjá okkur eru góðir gestir 20 manna hópur frá Skotlandi, fólk úr ferðabransanum sem er að kynna sér ferðaþjónustu, einkum í tengslum við mat, menningu og matarframleiðslu. "Learn, taste, Experience- Iceland" Þa...
19. september 2016
Nýtt bakarí á Flúðum
Opnað hefur verið bakarí á Flúðum og er það frábær viðbót við þjónustu á svæðinu. Opnunartíminn frá kl. 09:00 - 17:00 alla daga vikunnar. Alltaf nýbökuð brauð og bakkelsi og heitt á könnunni. Sjá nánar á FB síðu Sindra bakara
6. september 2016
Súpufundur á Flúðum 14. sept.
Komið og fræðist um Uppbyggingarsjóðinn og styrkjamöguleika á súpufundi á Flúðum miðvikudaginn 14. september kl. 12:00.