Bjóðum afa og ömmu í ferðalag

Við hjá Heilsueflandi Uppsveitum viljum kynna verkefnið “Bjóðum ömmu og afa í ferðalag” 

Á tímum COVID19 langar okkur að sporna gegn einangrun og hvetja til upplifunar í Uppsveitum Árnessýslu. Markmiðið er að hvetja til hreyfingar, virkni og efla flæði fólks á milli sveitarfélaga. Um leið er verið að styrkja atvinnuvegi í héraði.

Verkefnið er hugsað sem fjölskylduverkefni. Það er að fjölskyldur bjóði ömmu og afa í ferðalag í Uppsveitunum og skapi þannig skemmtilega upplifun fyrir stórfjölskylduna. 

Allir þjónustustaðir í Uppsveitum bjóða eldri borgara velkomna og margir eru með afslætti fyrir 67 ára og eldri.  Hikið ekki við að hafa samband við fyrirtækin og spyrja.  Upplýsingar um staði má finna hér á sveitir.is 
Hér koma nokkrar tillögur, en um að gera að vera hugmyndaríkur.

Dæmi um þrjá bíltúra með ömmu og afa má sjá hér fyrir neðan.

Tillaga 1

Leiðarlýsing 1.  með ömmu og afa hér

Tillaga 2

Leiðarlýsing 2.  með ömmu og afa hér

Tillaga 3

Leiðarlýsing 3.  með ömmu og afa hér