24. júlí
NÝIR RATLEIKIR
KYNNING
Við höfum verið að prófa okkur áfram og nýta okkur tæknina til að miðla upplýsingum og afþreyingu til fólks, til að efla það í að kanna umhverfið og hreyfa sig. Eitt af verkefnunum sem við erum að vinna að er app sem heitir Turfhunt. Þetta forrit, sem er hannað fyrir snjalltæki, er íslenskt hugvit og býður upp á ratleiki þar sem bæði er hægt að miðla fróðleik og búa til léttar keppnir.
Nú eru nokkrir leikir komnir inn og bjóðum við ykkur að taka þátt í þeim. Til þess þarf að ná í appið Turfhunt sem á að virka í öllum snjalltækjum.
Linkur inn á Turfhunt í appstore : ms.turfhunt.net/index.html#/projects
Linkur inn á Turfhunt í playstore: https://play.google.com/store/apps/details?id=com.locatify.treasurehunt&hl=is
Þegar appið er komið í tækið er auðvelt að kanna hvað er í boði á þeim stað sem þið eruð. Hér í uppsveitunum er nú komir nokkrir leikir.
Þegar ferðist er um sveitirnar eru þessir fræðsluleikir í boði:
· Grímsnes- og Grafningshreppur
· Hrunamannahreppur
· Upp í sveit (Skeið- og Gnúpverjahreppur)
· Bláskógabyggð
· Litli hringurinn (Flúðir)
Styrkir til að fjölga óstaðbundnum opinberum störfum á landsbyggðinni - Umsóknargátt
Ríkisstofnanir geta nú sótt um styrki til að fjölga óstaðbundnum opinberum störfum á landsbyggðinni.
Ert þú stjórnandi í ferðaþjónustu í Uppsveitum Árnessýslu?
Stjórnendum í ferðaþjónustufyrirtækjum í Uppsveitum Árnessýlu er boðið að koma saman og eiga gott spjall.
Opnað fyrir skráningar á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna 2026
Nú hefur verið opnað fyrir skráningar á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna, sem verða haldin í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 15. janúar 2026 frá klukkan 12 til 17.
Sveitarfélögin á Suðurlandi setja farsæld barna í forgang
Sögulegur áfangi náðist á ársþingi samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi (SASS) en öll 15 sveitarfélögin í landshlutanum ásamt öllum þjónustuveitendum sem vinna að málefnum barna á Suðurlandi undirrituðu samstarfsyfirlýsingu um stofnun Farsældarráðs Suðurlands.
