24. júlí
NÝIR RATLEIKIR
KYNNING
Við höfum verið að prófa okkur áfram og nýta okkur tæknina til að miðla upplýsingum og afþreyingu til fólks, til að efla það í að kanna umhverfið og hreyfa sig. Eitt af verkefnunum sem við erum að vinna að er app sem heitir Turfhunt. Þetta forrit, sem er hannað fyrir snjalltæki, er íslenskt hugvit og býður upp á ratleiki þar sem bæði er hægt að miðla fróðleik og búa til léttar keppnir.
Nú eru nokkrir leikir komnir inn og bjóðum við ykkur að taka þátt í þeim. Til þess þarf að ná í appið Turfhunt sem á að virka í öllum snjalltækjum.
Linkur inn á Turfhunt í appstore : ms.turfhunt.net/index.html#/projects
Linkur inn á Turfhunt í playstore: https://play.google.com/store/apps/details?id=com.locatify.treasurehunt&hl=is
Þegar appið er komið í tækið er auðvelt að kanna hvað er í boði á þeim stað sem þið eruð. Hér í uppsveitunum er nú komir nokkrir leikir.
Þegar ferðist er um sveitirnar eru þessir fræðsluleikir í boði:
· Grímsnes- og Grafningshreppur
· Hrunamannahreppur
· Upp í sveit (Skeið- og Gnúpverjahreppur)
· Bláskógabyggð
· Litli hringurinn (Flúðir)
Ert þú með hugmynd
OPNAÐ HEFUR VERIÐ FYRIR UPPBYGGINGARSJÓÐ SUÐURLANDS, VORÚTHLUTUN 2021 Opnað hefur verið fyrir umsóknir í vorúthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands á...
Ábyrg ferðaþjónusta - Friðheimar
Á degi ábyrgrar ferðaþjónustu afhenti forseti Íslands hvatningarverðlaun. Það voru þau hjónin Helena Hermundardóttir og Knútur Ármann í Friðheimum ...
Gleðileg jól
Gleðileg jól. Sendum landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Vonum að árið 2021 færi okkur öllum góða heilsu, gæfu og gleði.
Frá 1. janúar 2020
Viðburðir á FB allt árið
Fjölbreyttir viðburðir birtast jafnóðum á Facebook síðunni okkar Uppsveitir South Iceland
Frá 1. janúar 2020
Gönguferðir í Hrunamannahreppi 2020
Á hverju ári eru skipulagðar gönguferðir í Hrunamannahreppi með leiðsögn heimamanna. Allir velkomnir. Allar upplýsingar er að finna hér á Facebook ...
7. ágúst 2021
Grímsævintýri á Borg 2021
Stefnt er að því að halda hina árvissu hátíð "Grímsævintýri " á Borg í Grímsnes laugardaginn eftir Verslunarmannahelgi sumarið 2021.