UPPLÝSINGAVEFUR UPPSVEITA ÁRNESSÝSLU
Fjögur sveitarfélög í Uppsveitum Árnessýslu hafa með sér öflugt samstarf þar á meðal í ferðamálum. Þetta eru : Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur.
Fjölmargar náttúruperlur, sögustaðir og ýmis afþreying er í boði. Fjölbreytt þjónusta í byggðakjörnum og sveitunum í kring; Flúðir, Laugarvatn, Reykholt, Borg, Sólheimar, Laugarás, Árnes, Brautarholt. Verið velkomin.
Ýmsir styrkir í boði fyrir samfélagsverkefni, uppbyggingu og nýsköpun
Sumri hallar og haustið tekur yfir með allri sinni litadýrð og fegurð. Nú í byrjun september heyrist á tali fólks að spennan yfir réttum er allsráðandi og vonum við að veðurblíðan sem hefur verð ríkjandi síðustu mánuði verði með okkur sunnlendingum í liði áfram. September er líka mánuður hinna ýmsu sjóða en Uppbyggingarsjóður Suðurlands opnaði fyrir umsóknir í sjóðinn þann 5. september sl. og rennur umsóknarfrestur í hann út þriðjudaginn 3. október kl. 16:00. Við hvetjum þá sem luma á hugmynd sem fellur að kröfum sjóðsins að sækja um. Frekari upplýsingar um sjóðinn er að finna hér.
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða
Er ferðamannastaður á landinu þínu? Framkvæmdasjóður ferðamannastaða fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjó...
Uppskeruhátíð á Flúðum og nágrenni laugardaginn 2. september
Fjölbreytt dagskrá á Flúðum og í sveitinni. Uppskerumessa. Markaður í félagsheimilinu, ný uppskera frá garðyrkjubændum og fleira beint frá býli. Op...
Frá 1. janúar 2021 13:03
Viðburðir á FB allt árið
Fjölbreyttir viðburðir birtast jafnóðum á Facebook síðunni okkar Uppsveitir South Iceland