UPPLÝSINGAVEFUR UPPSVEITA ÁRNESSÝSLU
Fjögur sveitarfélög í Uppsveitum Árnessýslu hafa með sér öflugt samstarf þar á meðal í ferðamálum. Þetta eru : Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur.
Fjölmargar náttúruperlur, sögustaðir og ýmis afþreying er í boði. Fjölbreytt þjónusta í byggðakjörnum og sveitunum í kring; Flúðir, Laugarvatn, Reykholt, Borg, Sólheimar, Laugarás, Árnes, Brautarholt. Verið velkomin.
Landsstólpinn 2025 - Opið fyrir tilnefningar
Byggðastofnun hefur opnað fyrir tilnefningar til Landsstólpans 2025, viðurkenning sem veitt er fyrir framúrskarandi verkefni sem stuðla að jákvæðri byggðaþróun. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á árangursríkum verkefnum sem hafa haft jákvæð áhrif á byggðaþróun og geta verið öðrum hvatning og fyrirmynd.
Umsóknaskrif til umfjöllunar í fyrirlestraröð Forvitinna frumkvöðla
Þriðjudaginn 4. febrúar var umsóknaskrif tekin fyrir í fyrirlestraröð landshlutasamtakanna Forvitnir frumkvöðlar. Þórunn Jónsdóttir hélt fyrirlesturinn en hún hefur áralanga reynslu af gerð styrkumsókna og deildi hún dýrmætum ráðum um hvernig hægt er að auka líkurnar á árangri við styrkumsóknir, óháð því í hvaða sjóð er sótt.
Opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands 2025
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í vorúthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands 2025. Sjóðurinn veitir styrki til atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningar á Suðurlandi og hefur hann sannað mikilvægi sitt fyrir þau sem vilja þróa og efla fjölbreytt verkefni á Suðurlandi.
Undirritun Sóknaráætlana landshlutanna 2025-2029
Miðvikudaginn 29. janúar fór fram undirritun Sóknaráætlanasamninga fyrir næstu fimm ár í Norræna húsinu. Samningar voru gerðir á milli landshlutasamtaka sveitarfélaga og þriggja ráðuneyta, með það að markmiði að styðja við jákvæða byggðaþróun, efla atvinnulíf og nýsköpun, styrkja menningu og stuðla að sjálfbærni í umhverfismálum. Fjármagnið mun nýtast til fjölbreyttra verkefna á Suðurlandi sem stuðla að þróun og styrkingu samfélagsins. Það er samdóma álit þeirra sem að sóknaráætlunum koma að þær hafi reynst afar mikilvægar fyrir uppbyggingu í dreifðum byggðum landsins og skapað aukin tækifæri fyrir fólk.
30. janúar 2025 10:53 - 28. febrúar 2025 15:15
Matvælasjóður opnar fyrir umsóknir 1. febrúar 2025
Matvælasjóður er með opið fyrir umsóknir frá 1. febrúar til 28. febrúar 2025