UPPLÝSINGAVEFUR UPPSVEITA ÁRNESSÝSLU
Uppsveitir Árnessýslu er svæðið frá Þingvöllum að Þjórsá og spannar fjögur sveitarfélög.
Þar er að finna fjölmargar náttúruperlur og sögustaði sem vinsælt er að heimsækja og fjölbreytt afþreying er í boði.
Við hvetjum fólk til að dvelja um stund og njóta. Fjölbreytt þjónusta er í byggðakjörnum og sveitunum í kring; Flúðir, Laugarvatn, Reykholt, Borg, Sólheimar, Laugarás, Brautarholt, Árnes. Hægt að fara í margs konar upplifun og dagsferðir á svæðinu.
Veitingastaðir af öllum gerðum, hver með sína sérstöðu og matarupplifun og víða má kaupa grænmeti og aðra framleiðslu beint frá býli. Fjölbreyttir gistimöguleikar;
tjaldsvæði, hótel, gistiheimili, bændagisting, farfuglaheimili, sumarhús, íbúðir og fjallaskálar
Sögustaðir, söfn og sýningar. Gönguleiðir, fjallgöngur, sund, pottar, gufa, golf, fótboltagolf, íþrótta- og leikvellir, ratleikir, strandblak og frisbígolf, hellaskoðun, siglingar, köfun, hestaferðir, sleðaferðir og veiði.
Uppsveitirnar taka þátt í verkefninu heilsueflandi samfélag og gestir njóta góðs af. Áhersla á útivist, hollustu og vellíðan. Uppsveitirnar eru samstarfsaðili Markaðsstofu Suðurlands.
Velkomin og njótið þess sem svæðið hefur uppá að bjóða. Við erum tilbúin til að aðstoða við að gera heimsóknina ánægjulega.
Ert þú með hugmynd
OPNAÐ HEFUR VERIÐ FYRIR UPPBYGGINGARSJÓÐ SUÐURLANDS, VORÚTHLUTUN 2021 Opnað hefur verið fyrir umsóknir í vorúthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands á...
Ábyrg ferðaþjónusta - Friðheimar
Á degi ábyrgrar ferðaþjónustu afhenti forseti Íslands hvatningarverðlaun. Það voru þau hjónin Helena Hermundardóttir og Knútur Ármann í Friðheimum ...
Gleðileg jól
Gleðileg jól. Sendum landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Vonum að árið 2021 færi okkur öllum góða heilsu, gæfu og gleði.
Frá 1. janúar 2020
Viðburðir á FB allt árið
Fjölbreyttir viðburðir birtast jafnóðum á Facebook síðunni okkar Uppsveitir South Iceland
Frá 1. janúar 2020
Gönguferðir í Hrunamannahreppi 2020
Á hverju ári eru skipulagðar gönguferðir í Hrunamannahreppi með leiðsögn heimamanna. Allir velkomnir. Allar upplýsingar er að finna hér á Facebook ...
7. ágúst 2021
Grímsævintýri á Borg 2021
Stefnt er að því að halda hina árvissu hátíð "Grímsævintýri " á Borg í Grímsnes laugardaginn eftir Verslunarmannahelgi sumarið 2021.