Þjórsárdalur

Á þjóðveldisöld var Þjórsárdalur líflegur og grösugur dalur en árið 1104 eyddist byggðin vegna mikils gjóskufalls frá Heklugosi.Þar hafa fundist fjölmargar rústir og sú merkasta er af stórbýlinu Stöng. Stangarbærinn er fyrirmynd að Þjóðveldisbænum, tilgátuhúsi sem byggt var í tilefni af 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1974. Náttúra Þjórsárdals er fjölbreytt og þar er fjöldi fallegra fossa, s.s. Háifoss (122m) og Hjálparfoss. Gjáin í Þjórsárdal er heillnandi náttúruvin og þangað liggur göngustígur frá Stöng. Í Þjórsárdal eru góðar gönguleiðir, sunlaug (opin á sumrin) og skemmtilegt tjaldsvæði á Sandártungu. Fjölbreytt ferðaþjónusta er í nágrenninu. Þjórsárstofa er ný gestastofa í Árnesi sem miðlar fróðleik um sögu og náttúru í Þjórsárdal.