UPPLÝSINGAVEFUR UPPSVEITA ÁRNESSÝSLU
Fjögur sveitarfélög í Uppsveitum Árnessýslu hafa með sér öflugt samstarf þar á meðal í ferðamálum. Þetta eru : Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur.
Fjölmargar náttúruperlur, sögustaðir og ýmis afþreying er í boði. Fjölbreytt þjónusta í byggðakjörnum og sveitunum í kring; Flúðir, Laugarvatn, Reykholt, Borg, Sólheimar, Laugarás, Árnes, Brautarholt. Verið velkomin.
Multiculturalism in Uppsveitir Árnessýslu
Municipalities Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, and Skeiða- og Gnúpverjahreppur are working on a project titled "Multicultural Community in Uppsveitir Árnessýsla." The project aims to enhance the participation of residents with foreign backgrounds in the community and promote the inclusion of all residents regardless of origin.
Fjölmenning í Uppsveitum Árnessýslu
Sveitarfélögin Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur eru að vinna verkefni sem ber heitið "Fjölmenningarsamfélag í Uppsveitum Árnessýslu". Verkefnið hefur það að markmiði að efla þátttöku íbúa með erlendan bakgrunn í samfélaginu og stuðla að inngildingu allra íbúa óháð uppruna. Meðal leiða að þessu markmiði er að eiga samtal við íbúa um hvað þurfi að gera til að styðja við innlenda sem erlenda íbúa og byrjar verkefnið á könnun sem hægt er að taka með því að smella á linkinn eða skanna QR kóðan sem er neðst í fréttinni.
Fundur faghóps Markaðsstofu Suðurlands haldin á Flúðum
Faghópur Markaðsstofu Suðurlands hélt vorfund sinn á Flúðum að þessu sinni. Aldís sveitarstjóri kom og hélt frábæra kynningu á allri þeirri uppbyggingu sem er í gangi í Hrunamannahreppi.
Fræðslu- og menningardagskrá í Skálholti í maí 2024
Alla miðvikudaga í maí verður boðið upp á menningar- og fræðslugöngur í Skálholti. Ókeypis er í allar göngurnar og þið eruð öll hjartanlega velkomin. Um er að ræða fræðsluerindi og göngur sem tengjast Skálholti á einhvern hátt. Göngurnar hefjast allar við Skálholtskirkju kl 18:00 á miðvikudögum í maí. Göngurnar ættu að henta öllum, þær eru stuttar og á jafnsléttu að mestu. Gengið er um umhverfi kirkjunnar og taka göngurnar um 1 klst.
Frá 1. janúar 2021 13:03
Viðburðir á FB allt árið
Fjölbreyttir viðburðir birtast jafnóðum á Facebook síðunni okkar Uppsveitir South Iceland