17. júní 2022 12:49 - 31. ágúst 2022 12:51

Sumartónleikar í Skáholti 2022

Sumartónleikar í Skálholti fara nú fram í 47. sinn í Skálholtskirkju frá 1.-10. júlí. Í ár minnumst við Helgu Ingólfsdóttur semballeikara og stofnanda Sumartónleika á áttugasta afmælisári hennar.
Dagskráin er fjölbreytt og virkilega spennandi með úrvals flytjendum bæði íslenskum og erlendum. 

 Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson verður staðartónskáld og verður Skálholtsmessa endurflutt með viðbætum. Verk Hróðmars verða rauður þráður í gegnum hátíðina þar sem fjölmargir flytjendur flytja verk hans sem auk þess sem Dúplum dúó frumflytja nýtt verk eftir hann.


Við viljum gjarna sjá sem flesta njóta þeirrar tónlistarveislu sem verður boðið uppá þessa daga þegar tónlistarfólk úr fremstu röð fylla Skálholtskirkju af tónum.
Ókeypis er á alla tónleika en tekið er á móti frjálsum framlögum.Dagskrá Sumartónleikanna 1. - 10. júlí 2022
30. JÚNÍ 20:00
UPPTAKTUR: LHÍ
1. JÚLÍ 20:00
TAFFELPIKENE:
ADA SÚ SEM SKAPAR
2. JÚLÍ 13:00
FJÖLSKYLDUTÓNLEIKAR: NÚ ANGAR OG SUÐAR Í SKÁLHOLTI
2. JÚLÍ 15:00
SIGURÐUR HALLDÓRSSON:
HLJÓMANDI
3. JÚLÍ 11:00
SÓLRÚN F. WECHNER SPILAR Í MESSU
3. JÚLÍ 14:00
ANNA KAISER, JOHANNES BERGER OG SÓLRÚN F. WECHNER: THE ART OF PLAYING
3. JÚLÍ 16:00
VINAKVARTETTINN: ENDURREISN OG SAMTÍMINN
6. JÚLÍ 17:00
FJÖLSKYLDUSTUND: HLJÓÐVEIÐAR MEÐ BRUM
6. JÚLÍ 20:00
HADERSLEV DOMKIRKES PIGEKOR: NORDIC FOR EQUAL VOICES
7. JÚLÍ 20:00
UMBRA ENSEMBLE:
DROTTNING HIMINGEIMANNA
8. JÚLÍ 20:00
DÚPLUM DÚÓ: HUGLEIÐINGAR UM JÖKULVATN OG ÁST
9. JÚLÍ 14:00
AMACONSORT:
AUSTANVINDUR VIÐ ERMASUND
9. JÚLÍ 15:15
TÓNLEIKASPJALL VIÐ BERGLINDI MARÍU TÓMASDÓTTUR
9. JÚLÍ 16:00
BERGLIND MARÍA TÓMASDÓTTIR OG JOHN MCCOWEN: ETHEREALITY
10. JÚLÍ 11:00
HILDIGUNNUR EINARSDÓTTIR SYNGUR Í MESSU
10. JÚLÍ 15:15
TÓNSKÁLDASPJALL VIÐ HRÓÐMAR INGA SIGURBJÖRNSSON
10. JÚLÍ 16:00
HRÓÐMAR INGI SIGURBJÖRNSSON: SKÁLHOLTSMESSA