Lýðheilsugöngur frá Laugarvatni

Hér er dagskrá lýðheilsuganganna.
Þetta eru léttar og vonandi skemmtilegar göngur sem ættu að vera við allra hæfi.

Við munum alla daganna hefja leikinn kl. hálf sex (17:30) og hefja allar göngur á að hittast
við ML (á plani Menntaskólans að Laugarvatni).

 

Í göngu 1 og 4 verður gengið frá ML - í göngu nr. 2 og 3 verður sameinast í bíla.

Dagskráin er með fyrirvara um veður o.fl. sem getur komið upp á. Ef upp koma breytingar þá verður það auglýst hér á síðunni.


Dagskrá:

4. september. Skógarstígurinn á Laugarvatni – róleg ganga í haustlitunum sem eru farnir að skreyta skóginn. Kaffisopi í gróðurhúsinu eftir göngu.

11. september. Sumarbústaðarölt – gengið um sumarhúsabyggðina vestan við þorpið. Sameinumst í bíla og ökum að planinu hjá N1 eða þar um bil og göngum þaðan.

18. september. Inn að Kálfsdal – sameinumst í bíla og ökum upp gamla Lyngdalsheiðarveginn í átt að Laugarvatnsvöllum. Leggjum bílum á hentugum stað og göngum inn eftir völlunum.

25. september. Söguganga um Laugarvatn. Sagan og húsin – Pálmi Hilmarsson segir okkur eitt og annað.

 

« Til baka