Friðheimar

Vefsíða: www.fridheimar.is
Netfang: fridheimar@fridheimar.is
Sími: 486 8894

Veitingastaðurinn er opinn alla daga kl.12:00-16:00, nauðsynlegt er að panta borð fyrirfram!

Heimsókn í gróðurhúsin í Friðheimum er í boði allan ársins hring fyrir bókaða hópa.
Gestir fá innsýn í ræktunina með stuttum og fræðandi fyrirlestri – en í raun er ótrúlegt að hér á þessu dimma og kalda landi skuli vera hægt að rækta grænmeti í miðjarðarhafsloftslagi – og það allt árið! Gestirnir upplifa það einstaka við að koma inn í gróðurhús sem ilmar af tómatplöntum og geta svo sest niður og gætt sér á hinni rómuðu Friðheimatómatsúpu með nýbökuðu brauði – innan um plönturnar. Svo er vinsælt er að skála í tómatsnafs eða tómatbjór í hópi góðra vina! Í gestastofunni má líka skoða sýningu um ylrækt á Íslandi.

Þá er hægt að taka gómsætar minningar með sér heim, því nú eru til sölu í Friðheimum matarminjagripir á borð við tómatsultu, gúrkusalsa og tómathressi.

 

Til baka