22. febrúar
Viðurkenningar og Árshátíð
Árshátíð ferðaþjónustunnar á Suðurlandi var haldin sl. föstudag á vegum Markaðsstofu Suðurlands. Fyrst var efnt til málþings með fróðlegum erindum og að þeim loknum farið í örferð um Flóann.
Um kvöldið var svo borðhald, skemmtun, tónlist og dansað fram á nótt.
Af þessu tilefni voru tvær viðurkenningar veittar.
Annars vegar var veitt viðurkenning fyrir ötul störf í þágu ferðaþjónustu og var það Mábil Másdóttir og fjölskyldan á Geysi í Haukadal sem hlutu þá viðurkenningu.
Hins vegar var það Sproti ársins á Suðurlandi og þá viðurkenningu hlaut Björn Kjartansson í Gömlu lauginni á Flúðum eða Secret Lagoon.
Við óskum þeim innilega til hamingju með verðskuldaðar viðurkenningar.
Heiðursgestur kvöldsins var Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra og afhenti hún viðurkenningarnar.