19. maí

Viðburðir í sumar

Maður er manns gaman. Allir gleðjast yfir fengnu frelsi og njóta þess að mega koma saman.
Ljóst er að efnt verður til stórra og smárra viðburða í sumar og verða fréttir um þá færðar hér inn jafnóðum og þær berast.   Rétt er að minna á FB síðuna Uppsveitir Árnessýslu, þar inn fara upplýsingar og einnig á Viðburðadagatal Suðurlands 


Grímsævintýri verða haldin á Borg í Grímsnesi, laugardaginn 6. ágúst og verður hefðbundinn háttur á.
Um Verslunarmannahelgina er sitthvað á döfinni á Flúðum og víðar og fréttist meira af því síðar. 

Nú er bara um að gera að njóta.