28. júlí

Verslunarmannahelgin í Úthlíð

Verslunarmannahelgin í Úthlíð

Föstudagur:
 
Gestir mæta á svæðið, bústaðir fylltir af fólki og tjöld reist á tjaldstæði. 
Réttin opin, ljúffengur matseðill og guðavegar á barnum.  

Laugardagur: 
Réttin og golfvöllurinn verða opin frá kl. 9.00  
Rástímar bókaðir á www.golf.is  

Kl. 11.00 – ZUMBA - Guðný Jóna Þórsdóttir, bústaðareigandi á Mosavegi og Zumbakennari í Reeboc kemur og stýrir dansi (á flötinni fyrir ofan Réttina ef veður leyfir)  Happy hour í Réttinni að loknum dansi 

Kl. 14.00 – Krakkabingó og stuð í Réttinni - skemmtilegir vinningar  - Dísa og Ína verða hressar að vanda :-)
Kl. 22.00 – Brekkusöngur í Úthlíð - Hlynur Snær mætir með gítarinn og stýrir fjöldasöng.  Aðrar óvæntar uppákomur í brekkunni.  
Fjör, dans og fjöldasöngur í Réttinni með Hlyni Snæ og félaga eftir brekkusöng. 

Frítt inn

Sunnudagur: 
Réttin og golfvöllurinn eru opin frá kl. 9.00. Rástímar í golf bókaðir á www.golf.is  

Þjónusta alla dagana 
Hestaleiga fyrir vana sem óvana - það er tilvalið að skella sér í stutta, eða langa útreiðartúra.  
Golfvöllurinn er í góðu formi og er mikið notaður af gestum og gangandi. Skráning í rástíma  á www.golf.is

Réttin er opin alla daga kl. 9.00 - 22.00 virka daga en lengur um helgar. Í Réttinni er léttur grillmatseðill með pizzum, hamborgurum, heimilismat í hádeginu. Einnig er hægt að fá matvöru og gas

Bensínstöð Orkunnar er á staðnum. 
 
Tjaldstæði með rafmagni og aðgangi að sturtum.

Þvottavél og þurrkari í Úthlíð - nýlunda í Úthlíð - komið í Réttina og kaupið mynt í vélarnar

 

Bestu kveðjur og góðar óskir um gleði og glaum um verslunarmannahelgina frá öllum í Úthlíð 

Facebook.com/Úthlíð ferðaþjónusta   

6995500 - uthlid@uthlid.is