29. júlí
Verslunarmannahelgin
Flúðir dagskrá hér
Laugarvant Fontana www.fontana.is
Opið alla daga frá 10:00 - 23:00
Efsti-Dalur II www.efstidalur.is
Íshlaðan opin alla daga frá kl. 11-22:30.
Veitingastaðurinn Hlöðuloftið er svo opinn frá 18-21.
Á laugardaginn verður hljómsveitin My Sweet Baklava með uppákomu í Íshlöðunni kl. 16:00
Úthlíð www.uthlid.is
Vorsabær 2. á Skeiðum
Tilvalið að kíkja við og skoða dýrin á bænum og heilsa upp á kiðlinga og folöld. Við bjóðum upp á stutta reiðtúra og getum líka teymt hesta undir börnum. Gott að hafa samband fyrir heimsókn í síma 866 7420
Þjórsárstofa Árnesi
Opin alla daga 09-17 www.thjorsarstofa.is
Sigling á Hvítárvatni
og broddaganga á Langjökli alla daga: Brottför úr Reykjavík, frá Gullfossi og frá Hvítárvatni: http://www.extremeiceland.is/en/day-tours-iceland/hvitarvatn-top-ten-tour-iceland
Dagskrá Útlagans á Flúðum um Verslunarmannahelgina.
Fimmtud: Skuggabandið úr Hveragerði með tónleika kl 22:30, frítt inn
Föstudag: Bjartmar Guðlaugsson og Bergrisarnir ásamt rokksveitinni frá Keflavík
Laugard. Á móti sól
Sunnud. Á móti sól og sérstakur gestur Friðrik Dór
Steinsholt II, Skeiða og Gnúpverjahreppi
Hestaleigan opin alla daga.
Einnig gisting í boði. www.steinsholt.is
Bjarkarhóll
Opið alla dagana frá kl 10-16 í búðinni, ýmis spennandi Verslunarmannahelgartilboð.
Cafe Mika
Opið frá kl 10-21, eldofninn í gangi,
tilboð á nautasteikum og ristuðum humar.
Hljómsveitin Sweet Baklava kynnir plötu á laugardaginn milli 13 og 14
Iceland River jet
siglir á Hvítá alla helgina www.icelandriverjet.is
Kjóastaðir II (milli Gullfoss og Geysis)
Opið í hestaleigunni alla daga! Allir velkomnir að koma skoða umhverfið á Kjóastöðum. http://www.goldencirlcleriding.com/
Hótel Grímsborgir - Your Holiday Home in Iceland
Alltaf opið á Hótel Grímsborgum.
Glæsilegt kvöldverðarhlaðborð alla daga frá klukkan 18:00 til 21:00. Verð 6.900 kr á mann. Hlaðborðið inniheldur fjölbreyttan mat, súpu, reyktan og grafinn lax, lambakjöt, purusteik, fisk, grænmetisrétti, kökur i eftirrétt og margt fleira. http://www.grimsborgir.is
Gamla Borg Grímsnesi
Sunnudaginn 4. ágúst verður Línudanshátíð kl. 15 – 17
þar sem línudansarar sýna útvalda línudansa. Allir velkomnir.
Annars opið kl. 11:30 – 18:00. Brauðsúpa, rababaragrautur og plokkfiskur ásamt heimabökuðu meðlæti.
Þriðjudaginn 6. ágúst verður svo Pjónakaffið vinsæla eins og alltaf 1. þriðjudag í hverjum mánuði. 10. ágúst þegar Grímsævintýrið verður þá er kaffihlaðborð á Gömlu Borg.
Verslunin Strax Laugarvatni
Opið alla dagana 10:00-22:00
Mountaineers of Iceland
Alltaf opið
Ferðir á Langjökul og fleira spennandi, ýmiskonar afþreying
Mobile: +354 696 5118 www.mountaineers.is
Menningarveislan á Sólheimum
heldur áfram um verslunarmannahelgina.
Á laugardag: kl 14:00 verða tónleikar í Sólheimakirkju: Magnea Tómasdóttir söngkona og Sólveig Anna Jónsdóttir píanóleikari flytja sönglög eftir íslensk tónskáld
kl 15:00 verður Hildur Hákonardóttir með fyrirlestur og stutta gönguferð þar sem hún fræðir gesti um nytsemi íslenskra jurta í matargerð.
Sýningarnar í Ingustofu, Íþróttaleikhúsinu og Sesseljuhúsi verða opnar frá 12- 18 alla helgina. Verslunin Vala og Græna Kannan kaffihús verður opið frá 12-18 alla helgina
Galleríið á Laugarvatni
verður opið alla daga frá 9-18, kaffihús, grænmetismarkaður/silungur og handverk.
Laugardaginn kl.14.30 verða meðlimir úr hljómsveitinni "My sweet baklawa" með lifandi tónlist á pallinum við galleríið þar sem þau kynna diskinn sinn Drops of sound.
Iceblue Grímsnesi www.iceblue.is
Erum með breyttan jeppa (superjeep) í Grímsnesinu.
Golfklúbburinn Dalbúi Laugarvatni
verður með tveggja daga byrjendanámskeið á æfingarsvæði vallarins um verslunarmannahelgina 3.-4. ágúst n.k.
Tveir hópar verða í gangi þ.e.kl. 9-12 og kl. 13-16 - hámark 10 nemendur í hóp. Námskeiðið samanstendur af 2x3 klst. kennslu, hressingu í skálanum og kennsluhefti með skýrum leiðbeiningum og myndum. Námskeiðið kostar kr. 5.000 fyrir einstakling.