29. júlí

Verslunarmannahelgin

Dagskrá á Flúðum smellið HÉR 

Úthlíð dagskrá  www.uthlid.is

Garðyrkjustöðin Engi í Laugarási verður opið frá 12°° til 18°°, föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag.  Mikið úrval af lífrænt ræktuðu grænmeti, salati og kryddjurtum úr gróðurhúsum og útiræktun.    Þá verður hægt að fá hverabrauð, reyktan silung, sultur o.fl. gott.  Leikaðstaða fyrir börnin.  Myntute í boði hússins,  Völundarhúsið er opið og sömuleiðis sýningargarður ilm- og kryddjurta. www.engi.is

Flúðir   dagskrá hér

Laugarvant Fontana   www.fontana.is
Opið alla daga frá 10:00 - 23:00 

Efsti-Dalur II    www.efstidalur.is 
Íshlaðan opin alla daga frá kl. 11-22:30.
Veitingastaðurinn Hlöðuloftið er svo opinn frá 18-21.
Á laugardaginn verður hljómsveitin My Sweet Baklava með uppákomu í Íshlöðunni kl. 16:00

Úthlíð  www.uthlid.is

 Vorsabær 2.  á Skeiðum
Tilvalið að kíkja við og skoða dýrin á bænum og heilsa upp á kiðlinga og folöld. Við bjóðum upp á stutta reiðtúra og getum líka teymt hesta undir börnum.  Gott að hafa samband fyrir heimsókn í síma 866 7420

Þjórsárstofa Árnesi
Opin alla daga 09-17   www.thjorsarstofa.is 

Sigling á Hvítárvatni
og broddaganga á Langjökli alla daga:  Brottför úr Reykjavík, frá Gullfossi og frá Hvítárvatni: http://www.extremeiceland.is/en/day-tours-iceland/hvitarvatn-top-ten-tour-iceland

Dagskrá Útlagans á Flúðum um Verslunarmannahelgina.

Fimmtud:  Skuggabandið úr Hveragerði með tónleika kl 22:30, frítt inn
Föstudag:  Bjartmar Guðlaugsson og Bergrisarnir ásamt rokksveitinni frá    Keflavík
Laugard.  Á móti sól
Sunnud.  Á móti sól og sérstakur gestur Friðrik Dór

Steinsholt II, Skeiða og Gnúpverjahreppi
Hestaleigan opin alla daga.
Einnig gisting í boði.  www.steinsholt.is 
 

Bjarkarhóll
Opið alla dagana frá kl 10-16 í búðinni, ýmis spennandi Verslunarmannahelgartilboð.

Cafe Mika
Opið frá kl 10-21,  eldofninn í gangi,
tilboð á nautasteikum og ristuðum humar. 
Hljómsveitin Sweet Baklava kynnir plötu á laugardaginn milli 13 og 14


Iceland River jet
siglir á Hvítá alla helgina  www.icelandriverjet.is
 
Kjóastaðir II  (milli Gullfoss og Geysis)
Opið í hestaleigunni alla daga! Allir velkomnir að koma skoða umhverfið á Kjóastöðum. http://www.goldencirlcleriding.com/


Hótel Grímsborgir - Your Holiday Home in Iceland
Alltaf opið á Hótel Grímsborgum. 
Glæsilegt kvöldverðarhlaðborð alla daga frá klukkan 18:00 til 21:00. Verð 6.900 kr á mann. Hlaðborðið inniheldur fjölbreyttan mat, súpu, reyktan og grafinn lax, lambakjöt, purusteik, fisk, grænmetisrétti, kökur i eftirrétt og margt fleira. http://www.grimsborgir.is

Gamla Borg Grímsnesi
Sunnudaginn 4. ágúst verður Línudanshátíð kl. 15 – 17
þar sem línudansarar sýna útvalda línudansa. Allir velkomnir.

Annars opið kl. 11:30 – 18:00. Brauðsúpa, rababaragrautur og plokkfiskur ásamt heimabökuðu meðlæti.

Þriðjudaginn 6. ágúst verður svo Pjónakaffið vinsæla eins og alltaf 1. þriðjudag í hverjum mánuði. 10. ágúst þegar Grímsævintýrið verður þá er kaffihlaðborð á Gömlu Borg.


Verslunin Strax Laugarvatni
Opið alla dagana 10:00-22:00

Mountaineers of Iceland
Alltaf opið
Ferðir á Langjökul og fleira spennandi, ýmiskonar afþreying 
Mobile: +354 696 5118  www.mountaineers.is

Menningarveislan á Sólheimum
heldur áfram um verslunarmannahelgina.
Á laugardag:  kl 14:00 verða tónleikar í Sólheimakirkju: Magnea Tómasdóttir söngkona og Sólveig Anna Jónsdóttir píanóleikari flytja sönglög eftir íslensk tónskáld

kl 15:00 verður Hildur Hákonardóttir með fyrirlestur og stutta gönguferð þar sem hún fræðir gesti um nytsemi íslenskra jurta í matargerð.

 Sýningarnar í Ingustofu, Íþróttaleikhúsinu og Sesseljuhúsi verða opnar frá 12- 18 alla helgina.  Verslunin Vala og Græna Kannan kaffihús verður opið frá 12-18 alla helgina


Galleríið á Laugarvatni 
verður opið alla daga frá 9-18, kaffihús, grænmetismarkaður/silungur og handverk.

Laugardaginn kl.14.30 verða meðlimir úr hljómsveitinni "My sweet baklawa" með lifandi tónlist á pallinum við galleríið þar sem þau kynna diskinn sinn Drops of sound.

Iceblue Grímsnesi www.iceblue.is
Erum með breyttan jeppa (superjeep) í Grímsnesinu.  

 Golfklúbburinn Dalbúi Laugarvatni
verður með tveggja daga byrjendanámskeið á æfingarsvæði vallarins um verslunarmannahelgina 3.-4. ágúst n.k.
 
Tveir hópar verða í gangi þ.e.kl.  9-12 og kl. 13-16 -  hámark 10 nemendur í hóp. Námskeiðið samanstendur af 2x3 klst. kennslu, hressingu í skálanum og kennsluhefti með skýrum leiðbeiningum og myndum.  Námskeiðið kostar kr. 5.000 fyrir einstakling.