24. apríl

Velkomin þegar má ferðast

Við í Uppsveitum Árnessýslu viljum bjóða alla hjartanlega velkomna til okkar þegar ferðatakmarkanir minnka.  Það er vor í lofti, náttúra, fuglar og mannlíf eru á fullu að undirbúa sig fyrir sumarið sem er á næsta leiti.  Við gerum okkar besta eins og hægt er miðað við aðstæður.  Hlökkum til að sjá fólk með hækkandi sól.

Það eru þjónustustaðir opnir nú þegar og aðrir á fullu að undirbúa opnun.  Allir taka mið af tilmælum Almannavarna, hlýða Víði og gæta öryggis.