28. júlí

Úthlíð um Verslunarmannahelgina

Verslunarmannhelgin 2015 er að fara að bresta á og dagskráin í Úthlíð er með nokkuð hefðbundnum hætti. Fylgist með okkur á www.uthlid.is


Laugardagur: Krakkabingó í Réttinni, brekkusöngur og dansleikur um kvöldið.
Sunnudagur: Barna- og unglingagolfmót GÚ
Góð tjaldstæði með rafmagni, sundlaug, veitingar, golfvöllur, hestaleiga

 

Föstudagur:
Gestir mæta á svæðið, bústaðir fylltir af fólki og tjöld reist á tjaldstæði.
Réttin opin og gestir taka lagið kl. 23 – 1 eftir miðnætti - Frítt inn.

 

Laugardagur:
Réttin og golfvöllurinn verða opin frá kl. 9.00
Rástímar bókaðir á www.golf.is
Kl. 14.00 – krakkabingó og stuð í Réttinni - skemmtilegir vinningar
Kl. 22.00 – Brekkusöngur og varðeldur í Úthlíð
Aðrar óvæntar uppákomur í brekkunni.
Stórdansleikur í Réttinni að loknum varðeldi, með hljómsveitinni Vírus – með Óla Fannari og Georg Kulp. Mögulega verða leynigestir með hljómsveitinni.
Verð inn á dansleikinn 2000 kr. – frítt inn á ballið til miðnættis.

 

Sunnudagur:
Réttin og golfvöllurinn eru opin frá kl. 9.00. Rástímar í golf bókaðir á www.golf.is
Kl. 17.00 Barna- og unglingagolfmót GÚ.
Mæting í golfskálann kl. 16.30. Skráning í mótið fer fram á www.golf.is eða með því að senda tölvupóst á uthlid@uthlid.is . Að loknu móti fer fram verðlaunaafhending og pylsupartí í golfskálanum.

 

Þjónusta alla dagana:
Hestaleiga fyrir vana sem óvana - það er tilvalið að skella sér í stutta, eða langa útreiðartúra.
Golfvöllurinn er í góðu formi og er mikið notaður af gestum og gangandi. Skráning í rástíma á www.golf.is

 

Sundlaugin Hlíðalaug er opin alla virka daga kl. 11.00 - 20.00.

í Hlíðalaug er hægt að fá matvöru og gas, einnig er bensínstöð á staðnum.
Réttin veitingastaður er opin alla daga kl. 10.00 - 22.00 virka daga en lengur um helgar. Í Réttinni er léttur grillmatseðill með pizzum, hamborgurum, heimilismat í hádeginu og fleiru góðgæti.
Tjaldstæði með rafmagni.

 

Við viljum hvetja alla til að koma og taka þátt í skemmtidagskránni.

Bestu kveðjur frá öllum í Úthlíð