Úthlíð um páska

Páskadagskráin 2018

Prentið skjalið út og hafið með ykkur í bústaðinn.

MIÐVIKUDAGUR 28. mars
Opið í Réttinni til 20: - gott að koma við á leiðinni í bústaðinn og gæða sér á pizzu eða hamborgara.

FIMMTUDAGUR 29. mars SKÍRDAGUR
Opið í Réttinni frá kl. 12
Kaldur á barnum - veitingasalan opin, Rizzopizzur, góðgæti og gos í sjoppunni

FÖSTUDAGURINN LANGI 30. mars
Réttin opin frá kl. 11 
PÍSLARGANGA: 
Ólafur Björnsson býður gestum og gangandi að slást í hópinn og ganga með sér píslargöngu. Á leiðinni segir Óli sögur af svæðinu enda þekkir hann hverja þúfu þarna.
Mæting í Réttina kl. 13.00 og verður gengið af stað kl. 13.30 eða svo.
Að lokinni göngu er heit súpa og brauð og gott spjall í Réttinni. 
Verð 2000 kr.

LAUGARDAGUR 31. mars
Réttin opin frá kl. 11 
Kl. 11.00 Kynningarfundur Golfklúbbs Úthlíðar í Réttinni 
Farið yfir sumarstarfið.
Páskabingó 2016
kl 14.00 Mikið úrval af skemmtilegum vinningum og að sjálfsögðu fullt af páskaeggjum. 
Kaldur á barnum - veitingasalan opin, góðgæti og gos í sjoppunni

PÁSKADAGUR 1. apríl
Úthlíðarkirkja: Páskamessa í Úthlíðarkirkju kl. 16.00 
Prestur sr. Egill Hallgrímsson 
Organisti: Jón Bjarnason
Messukaffi í Réttinni að lokinni athöfn í kirkjunni.

ANNAR Í PÁSKUM 2. apríl 
Réttin opin frá kl. 12 

« Til baka