18. september

Úthlíð um helgina

Enn heldur helgarfjörið áfram í Úthlíð en um helgina verður sannkölluð kjötkveðjuhátíð í Úthlíð

Á golfvellnum verður Bændaglíma golfklúbbsins í Úthlíð haldin með pompi og prakt.

Mótið hefst kl. 10 að morgni með því að mótsgestir mæta í Réttina og þar verður skipt í tvö lið.

Fyrirliðar verða Þorbjörn Jónsson kenndur við Slappastaði og Friðbjörn Björnsson alltaf kallaður Böddi.

Þeir eru miklir eðalbændur og munu eflaust bregða á leik og sprella í liðunum sínum.

Allar upplýsingar um mótið og skráning eru á www.golf.is - Viljum við hvetja alla glaða og káta kylfinga til að mæta í mótið og taka með sér góða skapið.

Eftir fyrri 9 holur fara kylfingar í Réttina og gæða sér á réttarsúpunni góðu og taka stöðuna í leiknum

Klára svo seinni 9 og taka hvíldarstund, leggja sig, fara í pottinn og undirbúa sig fyrir sjálfa uppskeruhátíðina.

 

Á sama tíma og kylfingar glíma á golfvellinum glíma smalar við sauðfé í Úthlíðarhrauni og munu þeir koma til byggða með safnið síðdegis.

 

Kl. 20.00 verður uppskeruhátíð bændaglímunnar:

Þá verður þriggja rétta kvöldmáltíð ásamt góðri bændaglímuskemmtun, viðeigandi verðlaunaafhendingu og öðru fjöri.

Við endum svo með því að taka léttan súning og dansa fram á rauða nóttina undir ljúfum tónum hljómsveitar Stefáns P.

 

Við hlökkum til að sjá sem flesta koma og skemmta sér með okkur þessa síðustu helgi sumars.

 

Bestu kveðjur frá öllum í Úthlíð

6995500

uthlid@uthlid.is

www.uthlid.is

https://www.facebook.com/uthlid