Úthlíð um helgina

Fréttatilkynning.
Við viljum þakka öllum þeim frábæru gestum sem komu til okkar um verslunarmannahelgina og nutu lífsins í sveitasælunni. 

Geirs goða golfmótið verður haldið hátíðlegt laugardaginn 10. ágúst og eru rástímar bókaðir á www.golf.is

Mótið er 18 holu höggleikur og punktakeppni og er hámarksforgjöf 36.
Annarsvegar er höggleikur án forgjafar í karla- og kvennaflokki og hinsvegar punktakeppni með forgjöf í karla- og kvennaflokki.

Rástímar eru á golf.is frá kl. 9.00 til 11.20 
Keppandi skal mæta í golfskálann tímanlega fyrir sinn rástíma og gera upp keppnisgjald að fjárhæð 5000 kr. fyrir leik.

Glæsilegir vinningar í boði fyrir frækna kylfinga - helstu styrktaraðilar mótsins eru:
Securitas, Hótel Saga, Hótel Geysir, Special Tours, Fontana, Skeljungur á Íslandi , Brimborg
GR, Keilir, GF, Dalbúinn, Hreyfing, Wurth, Icelandair, Vodafone, Subway svo eitthvað sé nú nefnt af góðum vinum okkar sem standa með Golfklúbbnum í Úthlíð. 

Verðlaunaafhending fer fram í Réttinni að loknu golfmóti og viljum við hvetja alla þátttakendur til að taka tímann frá fyrir verðlaunaafhendinguna - það er jafnan hátíðleg stund þegar Geirs goða bikarinn og Höllubikarinn eru afhentir með góðri ræðu og stiklað á stóru í sögu Úthlíðar fyrr og nú.

Við erum stolt af því að hafa tekið sundlaugina okkar góðu í gegn og erum með hana opna alla daga fyrir gesti og gangandi. Endilega komið í Réttina og gerið vart við ykkur þegar þið viljið koma í sund.  Almennur afgreiðslutími er kl. 16.00 - 21.00 en að sjálfsögðu er sundlaugin opin alla daga í sumar. 

Réttin er opin alla daga vikunnar frá morgni til kvölds. Grillið opnum við kl. 16.00 en í hádeginu þá setjum við fram rómað hádegishlaðborð sem er jafnan góður annaðhvort kjöt- eða fiskréttur, ferskt salat, nýjar íslenskar kartöflur og staðgóð súpa. 

Hestaleigan er opin alla daga og er best að panta reiðtúr með dags fyrirvara svo allir séu nú tilbúnir, bæði hestar og knapar. Síminn okkar er 6995500 einnig má senda tölvupóst til uthlid@uthlid.is

« Til baka