27. júní

Úthlíð

Um næstu helgi verður mikil sæluhelgi í Úthlíð, enda ætlum við að fá flott golf- og útreiðaveður. 

Á föstudaginn minnum við á að hjóna- og parakeppnin heldur áfram. Að þessu sinni verður leikinn betribolti sem er mjög skemmtilegur leikur. Skráning áwww.golf.is. Mæting er í Golfskála kl. 20.00 á föstudag. Ræst út af öllum teigum stuttu síðar. Leiknar 9 holur. 

Verð 2.500 kr. á mann fyrir félaga í GÚ - 3.000 kr fyrir aðra, matur og einn drykkur á mann innifalið í mótsgjaldinu.

Verðlaunaafhending í Réttinni eftir mót, ásamt léttum mat og drykk.

 

Öll þjónusta verður opin um helgina, hestaleigan, sundlaugin og golfið

Á tjaldstæðinu og í húsum verður skemmtileg fjölskylda með ættarmót. 

 

Laugardaginn 6. júlí verður 20 ára afmæli Golfklúbbsins fagnað með glæsilegu 18 holu Texas Scramble golfmóti á Úthlíðarvelli.

Skráning í mótið fer fram á www.golf.is

Að móti loknu verður afmælishátíð í Réttinni. Allir eru velkomnir í veislu, verðlaunaafhendingu og skemmtidagskrá sem mun svo enda með dansleik undir stjórn Siggu Beinteins og Grétars Örvarssonar. 

 

Þú þarft ekkert að spila golf til að taka þátt í fjörinu um kvöldið. 

Best er að skrá sig á borð með því að senda tölvupóst á: uthlid@uthlid.is eða hringja í síma 6995500.

Vinsamlega gefið upp nafn, símanúmer, netfang og búsetu.

 

Verð fyrir golfmót og mat: 6.500 kr á mann. 

Verð fyrir golfmót mat og dansleik 7.500 kr.

Verð fyrir kvöldskemmtun án golfmóts 5.500 kr. 

 

Takið 6. júlí frá, mætið í sveitina og bjóðið skemmtilegum gestum að taka þátt í fjörinu.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur öll í góðaveðrinu sem kemur eftir að lægðin hefur gengið yfir.

 

Bestu kveðjur frá öllum í Úthlíð

Fylgist með dagskránni á www.uthlid.iswww.facebook.com/uthlid.is

Veðrið í Úthlíð:

http://www.yr.no/sted/Island/Suðurland/Úþlíð/