29. október

Uppsveitir á Safnahelgi

Dagskrá Safnahelgar á Suðurlandi
í Uppsveitum Árnessýslu


Þjórsárstofa Árnesi
Fimmtudagur 31. október kl. 16:00. 
Opnunarhátíð Safnahelgar á Suðurlandi fer fram í Þjórsárstofu í Árnesi.
Friðrik Erlingsson rithöfundur opnar hátíðina formlega með ávarpi.
Inga Jónsdóttir safnstjóri Listasafns Árnesinga flytur ávarp.
Safnarasýning Upplits einnig opnuð við þetta tækifæri. 
F
lutt verða fjölbreytt tónlistaratriði, söngur og hljóðfæraleikur
listamanna á öllum aldri. Boðið upp á veitingar.

Safnarasýning Upplits í Árnesi
Hin árlega safnarasýning Upplits menningaklasa Uppsveita Árnessýslu
verður haldin í Félagsheimilinu Árnesi. laugardaginn 2. nóvember kl. 13:00-17:00. Safnarar koma með sín einkasöfn og kennir ýmissa grasa. 

Hrunamannahreppur

Samansafnið á Sólheimum í Hrunamannahreppi
Opið  frá kl. 13:00-17:00 laugardag og sunnudag og aðgangur aðeins kr. 500 í tilefni Safnahelgar.
Fjölbreyttir munir og gamlir bílar. 

Bragginn - leir og kaffi,   Birtingaholti 3
Opið laugardag kl. 13:00 - 18:00, sunnudag kl. 13:00 - 18:00  
Kaffihús og leirvinnustofa í skemmtilegu jarðhýsi í Birtingaholti.
Matseðillinn byggir á því hráefni sem er að finna í heimasveit
og verður til sölu heimabakað brauðmeti úr mjöli frá
Fjólu í Birtingaholti, ljúfar kökur, ásamt dásamlegu kaffi.


Bjarkarhlíð Flúðum
Opið hús laugardag og sunnudag kl.13:00-16:00
Anna Magnúsdóttir handverkskona, býður gesti velkomna á vinnustofu sína.

"Leikur að List" Laugarlandi Flúðum 
Opið laugardag og sunnudag kl. 13:0-17:00
Dúkkusýning með yfir 500 dúkkum. Handverk, myndir, steinar og vísnakort.

Reykholt

Bjarkarhóll í Reykholti
Föstudagur 1. nóvember
Ásdís Gígja Halldórsdóttir opnar málverkasýningu.
Kl. 20:00  Bjarni Harðarson verður með bókauppboð og kynningu á nýútkomnum bókum. 
Höfundar árita og lesa upp úr bókum sínum.

Höfundar Vettlinga úr Vorsabæ árita sína bók og uppboð verður á vettlingum úr bókinni. Sigríður Jónsdóttir frá Arnarholti kynnir nýja ljóðabók sína Undir ósýnilegu tré.  Ólöf Vala Ingvarsdóttir frá Birkilundi kynnir unglingabókinaBleikir fiskar.

Laugardagur 2. nóvember
kl. 14:00  prjónakaffi og kynning á jólahekli og prjóni.
kl. 15:00 sultukeppni.  Dómarar: Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttaritari á Stöð 2, Valgerður Sævarsdóttir sveitarstjórnarmaður og Ragnhildur Þórarinsdóttir garðyrkjubóndi.
 
Café Mika í Bjarkarhól
laugardagur 2. nóvember.
Hátíðarkvöldverður. Fjögurra rétta hátíðarkvöldverður matreiddur
úr sunnlensku gæða hráefni úr sveitinni. Tónlistaratriði. 
Stefán Þorrleifsson tónlistarmaður  „leikur við hvurn sinn fingur“
Borðapantanir og frekari upplýsingar s. 486 1110  896 6450 
 

Laugarvatn

Héraðsskólinn Hostel á Laugarvatni
Í tilefni af Safnahelgi á Suðurlandi verður  15 % afsláttur af gistingu.
Bókasafnið er opið almenningi og sérstakar afmælis-vöfflur á tilboði.
Kaffibolli og vaffla m/rjóma og sultu á 590 krónur.
Lifandi tónlist verður í húsinu á kvöldin og skemmtilegt andrúmsloft.

Laugarvatn Fontana
Tveir fyrir einn á Safnahelgi á Suðurlandi.
Opið  kl. 11:00 - 21:00 alla daga.

Gullkistan á Laugarvatni, Eyvindartunga
Laugardaginn 2. nóvember kl 13:00 – 17:00
Opið hús hjá Gullkistunni. Gestir boðnir velkomnir að kynna sér starfsemi Gullkistunnar og framtíðarhugmyndir. Listamenn verða á staðnum og einnig verður hægt að sjá verk í eigu Gullkistunnar.
Áhugasamir geta fengið að mála mynd á striga gegn vægu gjaldi.

Gallerí Laugarvatn
Í tilefni af Safnahelgi á Suðurlandi 1 - 3. nóvember verðu jólahandverkið  komið upp í Galleríinu á Laugarvatni og boðið verður upp á jólakakó og piparkökur.

Efsti-Dalur  Ferðamannafjósið opið hús alla daga. 

Veitingahúsið Lindin býður súkkulaðimús í kaupbæti eftir mat

 

Skálholt
Skálholtskirkja og safnið í kjallaranum eru opin alla daga frá kl. 9:00.
Gestastofan opin alla daga frá kl. 10:00.
Aðgangur ókeypis um safnahelgi.

Laugardagur 2. nóvember
Kl. 13:00 Söguganga um Skálholtsstað undir leiðsögn heimamanna.
Lagt af stað frá Gestastofunni.
Kl. 14:00-16:00 Kynning á fornleifarannsóknum á Skálholtsstað. Mjöll Snæsdóttir, fornleifafræðingur.
Kaffi og heitt súkkulaði í Skálholtsskóla í boði staðarins, að göngu lokinni.

Sunnudagur 3. nóvember
Kl. 14:00 Guðsþjónusta í Skáholtskirkju á allra heilagra messu
Sr. Egill Hallgrímsson sóknarprestur og sr Kristján Valur Ingólfsson Skálholtsbiskup, annast prestsþjónustuna. Skálholtskórinn syngur, organisti Jón Bjarnason

Kl. 15:00 Söguganga um Skálholtsstað undir leiðsögn heimamanna.
Lagt af stað frá Gestastofunni.
Kaffihlaðborð í Skálholtsskóla að göngu lokinni.