12. ágúst

Uppsveitahringurinn 2013 7.september

 Laugardaginn 7. september, n.k., verður íþróttaviðburðurinn „Uppsveitahringurinn“ haldinn í annað sinn þar sem hlaupið og hjólað verður um uppsveitir Árnessýslu. Keppnin er í tengslum við Uppskeruhátíðina í Hrunamannahreppi sem fram fer sama dag.


Vegalengdirnar í ár eru 10 km. hlaup, 46 km. hjólreiðar og 10 km. hjólreiðar sem er ný grein í Uppsveitahringnum í ár. Ein drykkjarstöð verður á leiðinni. Í hlaupinu og 10 km. hjólreiðunum verður lagt af stað frá Reykholti og endað á Flúðum, keppendur verða að koma sér sjálfir á milli staða.

Í lengri hjólreiðunum verða þátttakendur ræstir út á Flúðum og munu þeir hjóla hring um uppsveitirnar sem er um 46 km að lengd. Lagt verður af stað frá Flúðum og hjólað í gegnum Skeiða- og Gnúpverjahrepp, þaðan yfir í Bláskógabyggð, í gegnum Laugarás og Reykholt, yfir brúnna við Bræðratungu og inn á Flúðir í Hrunamannahreppi þar sem endamarkið verður staðsett. Í þessari vegalengd verða ræstir út tveir hópar, skemmtihjólreiðahópur og keppnishjólreiðahópur.

Tímasetningar

Kl. 10.30 – Skemmtihjólreiðahópurinn leggur af stað frá Flúðum.

Kl. 12.00 – Keppnishjólreiðahópurinn leggur af stað frá Flúðum.

Kl. 12.30 – Hlauparar leggja af stað frá Reykholti.

Kl. 13:30 – Hjólreiðahópurinn (10 km.) leggur af stað frá Reykholti.

 

Verðlaunaafhending fer fram á Flúðum að lokinni keppni eða um kl. 14.00.

Skráning er á www.hlaup.is en skráningarfrestur er til fimmtudagsins 5. september. Þátttökugjald er 2.000 kr., nema í 10 km. hjólreiðarnar þar sem gjaldið er 1.000 kr. Frítt verður í sund fyrir keppendur í sundlaugarnar á Flúðum og í Reykholti. Allir keppendur fá bol sem merktur er hlaupinu.

Allir keppendur fá verðlaunapeninga, en veitt verða sérstök verðlaun fyrir 3 efstu sætin í karla- og kvennaflokki.

Keppendur geta nálgast keppnisnúmer og keppnisgögn milli kl. 16:00-18:00 föstudaginn 6. september í Íþróttamiðstöðinni í Reykholti. Þá er einnig hægt að nálgast keppnisgögnin milli kl. 9:00-11:00 að morgni keppnisdags. Hægt að skrá sig í keppnina á þessum tíma en þá bættast 1.000 kr. við þátttökugjaldið. Starfsmaður Uppsveitahringsins er  Ívar Sæland og er síminn 863-5231 og netfangið ibbisaeli@gmail.com

Nánari upplýsingar  koma inn hér á sveitir.is þegar nær dregur keppninni. Undirbúningsnefndin