19. febrúar

Upplýsingafundur

Samtal um framtíð og samvinnu í markaðssetningu

Samtal um framtíð og samvinnu í markaðssetningu, fimmtudaginn 20. febrúar 2014

Íslandsstofa og Markaðsstofa Suðurlands boða til samtals aðila í ferðaþjónustu og tengdra hagsmunaaðila. Á fundinum er ætlunin að ræða möguleika á að stilla enn frekar saman strengi í markaðssetningu landshluta og á landsvísu. Hvaða árangri viljum við ná í ferðaþjónustunni í framtíðinni og hvað er árangur í okkar huga? Hvernig getum við unnið betur saman og nýtt okkur þá markaðssetningu sem fer fram?

 Á fundinum verða Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu og Davíð Samúelsson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands.

Fundarstjóri er Ásborg Ósk Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi í Uppsveitum Árnessýslu.

 Fundarstaðir eru:

 Héraðsskólinn á Laugarvatni frá kl. 09.00-12.00

 Árhús Hellu kl. 14.00-17.00