12. ágúst
Upplitsganga á Laugarvatni 14. ágúst
Þriðja Menningarganga Bláskógarbyggðar verður í samstarfi við Upplit – menningarklasa uppsveita Árnessýslu 14. ágúst
Pálmi Hilmarsson húsvörður ML leiðir göngufólk um Laugarvatn og fræðir okkur um einstaka staði og sögu svæðisins.
Lagt verður af stað frá Héraðsskólanum kl. 19.
Þetta verður létt ganga sem tekur eina til tvær klst.
Í lokin verður komið við hjá Sverri og Sveini hjá Héraðsskólinn Hostel, nýjum húsráðendum í Héraðsskólanum, og þeir munu kynna starfsemi sína fyrir okkur í lokin.