12. ágúst

Tvær úr Tungunum 2013 17. ágúst

Sveitahátíðin " Tvær úr Tungunum“  verður haldin í Reykholti Biskupstungum Laugardaginn 17. ágúst.

Þar verður fjölbreytt skemmtun og afþreying fyrir alla fjölskylduna frá morgni og fram á nótt.
Crossfit æfing, golfkennsla, gönguferð, handboltakynning, kassaklifur og hoppukastalar.
Markaður hjá kvenfélagi Biskupstungna í Aratungu, kaffisala, tombóla og kökubasar. 
Þá verða hinir einu sönnu Aratunguleikar í gröfuleikni og keppt um bikarinn 2013.
Auk þess sem sterkustu konur og karlar Bláskógabyggðar takast á í þríþrautinni „járnkarlinum”.   
Þyrla Landhelgisgæslunnar sýnir listir ef aðstæður leyfa.

Um kvöldið verður svo skemmtun og dansleikur í félagsheimilinu Aratungu.
Þar skemmta Kaffibrúsakarlarnir, Bjartmar Guðlaugsson stígur á svið
Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi.
Kynnir Þuríður Sigurðardóttir

Allir velkomnir   

Dagskrá
dagsins hér
kvöldsins hér