8. ágúst

Tvær úr Tungunum 13. ágúst

Sveitahátíðin "Tvær úr Tungunum" verður haldin laugardaginn 13. ágúst.  

Tvær úr Tungunum 2016
Dagskrá í Reykholti

10:00- 18:00  Sundlaugin opin frítt í sund fyrir alla

10:00  Uppsveitahringurinn 2016, hlaupið og hjólað,
            Hjólað 10km og 46km. Hlaupið 10km
            skráning á www.hlaup.is
 

Aratunga 13:00-17:00
Loftboltar og Hoppukastalar fyrir börnin.

Fornbíla- og traktorasýning.

Eldsmiður mætir og sýnir.
Markaður Kvenfélags Biskupstungna, fjölbreyttur varningur og kaffisala. 
„Handverk í skúrnum „ í Kistuholti, spunavél, vefstóll, rokkur
 

16:00 Leikhópurinn Lotta.
Söngvasyrpa Leikhópsins Lottu brot af því besta í gegnum árin, vel valdar persónur fara með áhorfendur í ævintýraferðalag. Skemmtun fyrir allan aldur, hlaðin Lottu húmor og lögum.


Íþróttavöllurinn 13:00-15:00

kl. 13:00  Krakkahlaup og verðlaunaafhending Uppsveitahrings.  

kl. 13:45 Umhverfisverðlaun Bláskógabyggðar afhent
kl. 14.00 Aratunguleikarnir í gröfuleikni 2016

 

Kvöldið
Dansleikur í Aratungu með hljómsveit Geirmundar Valtýssonar

 Í Reykholt er tjaldsvæði, verslun og veitingahús

Allir velkomnir