7. janúar
Þorrinn framundan
Gleðilegt ár enn og aftur.
Árið hefst með nokkrum umhleypingum í veðri og biðjum við vegfarendur um að gæta varúðar því oft er töluverð hálka á þessum árstíma. Ef passað er upp á hraðan fer allt vel. Bendum líka á kosti þess að eiga mannbrodda til að geta notið útiveru.
Framundan er nú Þorrinn, skemmtilegur tími með tilheyrandi hefðum.
Þorrablót eru haldin í hverri sveit þar sem menn gæða sér á þorramat og gleðjast saman.