25. janúar
Þorrablót í Úthlíð
Enn er komið nýtt ár og enn er komið að þorrablóti.
Dagskrá blótsins verður með mjög hefðbundnum en samt alltaf þónokkuð óhefðbundnum hætti og því nokkuð víst að það mun verða gaman.
Dagskrá blótsins:
kl. 20.00 - blótið hefst I Réttinni með ljúffengum fordrykk
kl. 20.30 - hver veit hvað gerist þá, en eitt er víst að það verður skemmtilegur veislustjóri - Hjörtur Ben lífskúnstner og leikari úr Hveragerði.
Næstu dagskrárliðir verða spilaðir eftir hendinni:
Ljúffengur og þjóðlegur þorramatur frá Múlakaffi á hlaðborðinu
Úthlíðarkvartettinn syngur
Óvæntur en nokkuð svo sjálfhverfur Úthlíðarannáll 2015
Óvænt skemmtiatriði - óvissan er nagandi
Að öllu þessu loknu mun Ólafur nokkur Þórarinsson - betur þekktur sem Labbi í Glóru koma og gleðja alla fótafima dansara.
Verð á manninn 9.900 kr. - sama verðið og í fyrra
Vinsamlega bókið ykkur sæti fyrir 30. janúar
Pantanir skal senda tölvupóst á uthlid@uthlid.is
Bestu kveðjur frá öllum í Úthlíð