30. júní

Þingvellir - fyrsta Varðan

Innilega til hamingju með fyrstu Vörðuna.

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum hlaut viðurkenningu sem fyrsta Varðan á Íslandi, fyrirmyndar áfangastaður.
Með Vörðu skuldbindur umsjónaraðili áfangastaðar ferðamanna sig til að vera til fyrirmyndar við stjórnun og umsjón hans og að við áframhaldandi þróun sé sífellt unnið að sjálfbærni á öllum sviðum.

„Þingvallaþjóðgarður er afskaplega vel að þessari viðurkenningu kominn,“ segja þau Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra sem í dag veittu þjóðgarðinum á Þingvöllum viðurkenningu sem fyrstu Vörðuna á Íslandi. 

Ráðherrarnir afhjúpuðu heiðursmerki Vörðu og fengu kynningu á Búðarslóð, nýrri afþreyingar- og fræðsluleið á Þingvöllum. 


Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra og Einar Á. E. Sæmundssen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum afhjúpuðu heiðursmerki Vörðu.

Ráðherrarnir fengu kynningu á Búðarslóð, nýrri afþreyingar- og fræðsluleið á Þingvöllum. 



Hvað er VARÐA á þessari slóð má fræðast nánar um það www.varda.is 

Á vef Stjórnarráðsins segir: 
"Þingvallaþjóðgarður er vel að þessari viðurkenningu kominn. Auk þess að vera einn elsti og fjölsóttasti ferðamannastaður landsins er þjóðgarðurinn á heimsminjaskrá Menningar-málastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO"   Stjórnarráðið