27. ágúst
Startup Landið – nýr viðskiptahraðall fyrir frumkvöðla í landsbyggðunum
Startup Landið er nýr, sjö vikna viðskiptahraðall sem ætlaður er frumkvöðlum og nýsköpunarverkefnum á landsbyggðunum. Hraðallinn, sem haldinn er í samstarfi allra landshlutasamtaka utan höfuðborgarsvæðisins, hefst 18. september og stendur til 30. október. Opið er fyrir umsóknir til og með 31. ágúst og verða tvö teymi úr hverjum landshluta valin til þátttöku.
Markmið Startup Landsins er að styðja við vöxt og þróun nýsköpunarverkefna, hvort sem þau eru unnin af einstaklingum, sprotafyrirtækjum eða innan rótgróinna fyrirtækja. Þátttakendur munu fá aðgang að sérfræðiráðgjöf, öflugu tengslaneti og tækifærum til fjármögnunar.
Hraðallinn býður meðal annars upp á:
-
Aðgang að reynslumiklum leiðbeinendum, frumkvöðlum og fjárfestum
-
Vinnustofur og fræðslufundi
-
Tækifæri til að byggja upp öflugt tengslanet í öllum landshlutum
-
Tvær staðbundnar vinnustofur með þátttöku allra teyma
-
Rafrænt fyrirkomulag sem hentar þátttakendum hvaðan af landinu sem er
Hverjir geta sótt um?
Startup Landið er sniðið að frumkvöðlum, sprotafyrirtækjum og nýsköpunarverkefnum í landsbyggðunum sem vilja þróa hugmynd sína og verkefni áfram með stuðningi sérfræðinga.
Umsóknarfrestur og skráning:
Umsóknarfrestur er til og með 31. ágúst. Umsóknareyðublað og frekari upplýsingar er að finna á vef Startup Landsins.
Startup Landið er samstarfsverkefni landshlutasamtakanna: SASS, SSNE, Vestfjarðastofu, Austurbrúar, SSNV, SSS og SSV.
Fylgist með á Facebook-síðu Startup Landsins til að fá nýjustu fréttir og uppfærslur.