28. október

Skemmtileg ferð í boði 30. apríl - 2.maí

Bændaferðir bjóða uppá skemmtilega vorferð.
Sunnlenskar sveitir með Hófý

Suðurlandið bíður okkar með stórbrotna náttúru, fjölda sagna og spennandi áfangastaði í þessari skemmtilegu ferð með okkar einu sönnu Hófý. Óhætt er að segja að hjarta Hófýjar hafi lengi slegið á Suðurlandi, en hún bjó í Skálholti með fjölskyldu sinni til fjölda ára og er því öllum hnútum kunnug á þeim fallega stað. Sunnlenskar sveitir búa yfir mikilli fegurð, fjölbreytni í náttúrufari og gríðarlegu aðdráttarafli. Þess verðum við svo sannarlega aðnjótandi í ferðinni okkar. Ekinn verður hinn frægi Gullni hringur, njótum útsýnisins ofan við Almannagjá, virðum fyrir okkur hinn mikla Gullfoss og komum að hverasvæðinu við Geysi. Við heimsækjum Efstadal við Laugarvatn, Friðheima í Reykholti og smáspunaverksmiðjuna Uppspuna í Ásahreppi, allt framúrskarandi og spennandi fyrirtæki sem hafa verið byggð upp með mikilli ástríðu og eljusemi. Suðurlandið býr yfir ríkri sögu prestsetra, víkinga og ekki síst merkilegra kvenna sem voru langt á undan sinni samtíð! Upplifðu íslenska náttúru á kærkomnu ferðalagi í frábærum félagsskap og afslöppun í fallegri sveit. 

Hjá Bændaferðum Nánar hér