4. júlí
Safnadagurinn
Dagskrá á íslenska safnadaginn 7. júlí í Listasafni Árnesinga
Verðlaunaleikur allan daginn
Listamannsspjall með Arngunni Ýr kl. 15
Til þess að vekja athygli á mikilvægi safnastarfs og draga fram á hversu fjölbreyttan og áhugaverðan hátt söfnin varðveita og miðla íslenskum menningararfi hefur einn sunnudagur í júlí, í þetta sinn 7. júlí, verið verið útnefndur íslenski safnadagurinn og hann haldinn hátíðlegur á söfnum um allt land, Listasafn Árnesinga leggur sitt af mörkum til þess að gera þennan dag sem ánægjulegastan og býður gesti velkomna.
Í Listasafni Árnesinga stendur nú yfir sýningin TÍMINN Í LANDSLAGINU; Ásgrímur Jónsson og Arngunnur Ýr og á safnadaginn verður í gangi leikur til gagns og gaman fyrir alla. Skemmtilegast er ef fjölskyldur eða hópar taki saman þátt í leiknum og ræði saman
um spurningarnar og svörin. Heppinn þáttakandi verður síðan dreginn út og verðlaunaður með bókargjöf og verkfærum til myndsköpunar. Þá gefst einnig tækifæri til þess að ræða við Arngunni Ýr myndlistarmann og höfund verka á sýningunni um verkin og nálgun hennar á viðfangsefninu en hún mun leiða gesti um sýninguna kl. 15.
Nánari upplýsingar á www.listasafnarnesinga.is
Verið velkomin,
góðar kveðjur,
Inga Jónsdóttir, safnstjóri Listasafns Árnesinga
Austurmörk 21, 810 Hveragerði
sími: 483 1727 gsm: 895 1369