10. september
Réttir framundan
Sumarið að baki og fallegt er haustið. Fjallmenn farnir að smala fé af fjalli.
Réttað verður um næstu helgi í Uppsveitum sem hér segir:
Hrunaréttir og Skaftholtsréttir föstudaginn 13. september
Tungnaréttir og Reykjaréttir á Skeiðum laugardaginn 14. september.
Að sjálfsögðu verða tilheyrandi réttaböll í sveitunum.