15. apríl
Páskadagskrá í Úthlíð að vanda
Páskadagskráin 2014 er með mjög hefðbundnum hætti.
Píslarhlaup á föstudaginn langa, páskabingó á laugardag og páskamessa Úthlíðarkirkju á páskadag kl. 16.00
MIÐVIKUDAGUR 16. apríl
Opið í Réttinni
FIMMTUDAGUR 17. apríl SKÍRDAGUR
Opið í Réttinni frá kl. 12
Opið í Hlíðarlaug
Pottarnir opnir 12 - 16
Kaldur á barnum - veitingasalan opin, Rizzopizzur, góðgæti og gos í sjoppunni
FÖSTUDAGURINN LANGI 18. apríl
Réttin opin frá kl. 11
Opið í Hlíðarlaug
Pottarnir opnir 12 - 16
kl. 12.00
Píslarhlaup Frískra Flóamanna:
Skráning í hlaupið í Réttinni frá kl. 12.00
Sameinast í bíla og ekið að Geysi. ( Tímataka)
10 km hlaup frá Geysi. Ræsing frá rásmarkinu við Geysi kl. 13.30 og hlaupið heim í Úthlíð.
5 km hlaup frá Múla. Ræsing frá Múla kl. 13.30.
Kraftganga 5 km ganga frá Múla.
Heitur pottur súpa og brauð eftir hlaup.
Verð 2000 kr. – súpa og brauð innifalið í verðinu. Sjá einnig á www.hlaup.is
LAUGARDAGUR 19. apríl
Réttin opin frá kl. 11
Opið í Hlíðarlaug Pottarnir opnir 12 – 16
Kl. 11.00 Kynningarfundur Golfklúbbs Úthlíðar í Réttinni
Farið yfir sumarstarfið.
Páskabingó 2014
kl 14.00 Mikið úrval af skemmtilegum vinningum og að sjálfsögðu fullt af páskaeggjum.
Kaldur á barnum - veitingasalan opin, góðgæti og gos í sjoppunni
Kvöldvaka í Réttinni laugardagskvöld
kl 22.00
Hjörtur Freyr sest við hljóðfærið, spilar og syngur og allir sem vilja geta tekið undir - opið til miðnættis.
PÁSKADAGUR 20. apríl
Úthlíðarkirkja: Páskamessa í Úthlíðarkirkju kl. 16.00
Prestur sr. Egill Hallgrímsson
Einsöngur: Guðrún Ingimarsdóttir sópran syngur
Organisti: Jón Bjarnason
Messukaffi í Réttinni að lokinni athöfn í kirkjunni.
ANNAR Í PÁSKUM 21. apríl
Réttin opin frá kl. 12
Pottar lokaðir - ath. sjoppan flyst yfir í Réttina og verður þar til vors.
Fylgist með dagskránni okkar á Facebook eða á www.uthlid.is
erum einnig á uthlid.com og booking.com
Bestu kveðjur frá öllum í Úthlíð