30. október

Opnunarhátíð Safnahelgar í Árnesi 31. okt.

Opnun Safnahátíðar á Suðurlandi fer fram í Þjórsárstofu í Árnesi
fimmtudaginn 31. október kl. 16:00.
 

Friðrik Erlingsson rithöfundur opnar formlega þennan stóra menningarviðburð sem teygir anga sína um allt Suðurland.   Inga Jónsdóttir safnstjóri Listasafns Árnesinga flytur ávarp.   Flutt verða fjölbreytt tónlistaratriði, söngur og hljóðfæraleikur listamanna á ýmsum aldri,  Glódís Guðmundsdóttir, Ljósbrá Loftsdóttir, Helga Kolbeinsdóttir,  Þrándur Ingvarsson, Magnea Gunnarsdóttir og Sigríður Lára Jónasardóttir.   
Boðið verður upp á veitingar úr sveitinni.
Safnarasýning Upplits verður einnig opnuð við þetta tækifæri  safnarar sýna einkasöfn af ýmsum toga sem sjaldan koma fyrir sjónir almennings. Safnarasýningin verður einnig opin á laugardag 13-17. Málverkasýning.
Samvera, ávörp, tónlist, veitingar
Allir velkomnir

 

Fjölbreytt dagskrá verður alla helgina á Suðurlandi og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.  Í Uppsveitum Árnessýslu verður ýmislegt í boði;  Á Flúðum verður opin vinnustofa Önnu Magnúsdóttur í Bjarkarhlíð  og  einnig “Líf og list” handverk og dúkkusafnið Laugarlandi.  Í Birtingaholti er opið kaffihús og leirvinnustofa í jarðhýsi og Samansafnið opið á Sólheimum með minjar og bíla.   Í Bjarkarhól Reykholti verður málverkasýning, bókauppboð, lesið úr nýjum bókum og áritað, sultukeppni, prjónakaffi og jólahekl.  Á Café Mika hátíðarkvöldverður og lifandi tónlist.  Á Laugarvatni fagna ýmsir tímamótum þessa helgi.  Opið hús verður í Héraðsskólanum tónlist og tilboð,  Gullkistan opið hús og listsýning, 2 fyrir einn í Fontana,  Galleríið með nýjan jólavarning og Lindin býður súkkulaðimús í kaupbæti eftir máltíð,  opið hús í Efsta-Dal.  Í Skálholti verða gönguferðir með leiðsögn, fræðsla um fornleifarannsóknir, gestastofan opin, veitingar og messa.