19. september

Nýr Þingvallavegur opnaður umferð

Á degi íslenskrar náttúru þann 16. september var nýr, endurbættur Þingvallavegur formlega opnaður umferð.
Af því tilefni var klippt á borða og flutt afar fróðleg erindi um undirbúning og vinnu við vegagerðina. 
Þetta var að mörgu leiti merkileg framkvæmd, ekki síst með tilliti til gróðurverndar.
Vegurinn er hinn glæsilegasti, jarðrask ekki sýnilegt svo það lítur út fyrir að vegurinn hafi alltaf verið þarna.  Þetta sýnir svart á hvítu hvað hægt er að gera ef vel er vandað til verka. 
Til hamingju öll með nýjan veg í Þingvallaþjóðgarði allra landsmanna.