12. janúar

Mannamót 2023

Ferðakaupstefnan Mannamót verður haldin fimmtudaginn 19. janúar í Kórnum í Kópavogi. 
Um 250 fyrirtæki kynna þjónustu sína. Gert er ráð fyrir að 600-800 gestir mæti. 

Á Mannamótum markaðsstofa landshlutanna gefst samstarfsfyrirtækjum um allt land tækifæri til að kynna sig fyrir fólki í ferðaþjónustu sem starfar á höfuðborgarsvæðinu og styrkja viðskiptasambönd. 

 Arnheiður Jóhannsdóttir er talsmaður markaðsstofa landshlutanna: 
„Nú erum við að ná fullum kröftum á ný. Við sjáum fram á góða þátttöku fyrirtækja utan af landi. Markmiðið er að hitta fulltrúa fyrirtækjanna í Reykjavík og kynna fyrir þeim ferðaþjónustuna á landsbyggðinni – auðvelda fólki að hittast og tengjast, sjá hvað er nýtt í boði og hvaða áherslur eru í starfinu á árinu.”