12. nóvember
Ljósmyndasýning í Grímsnes-og Grafningshreppi
Fimmtudaginn 12. nóvember mun Atvinnumálanefnd afhenda sigurvegurum ljósmyndasamkeppni Grímsnes- og Grafningshrepps verðlaun. Verðlaunaafhendingin fer fram í Íþróttamiðstöðinni Borg og jafnframt verður opnuð ljósmyndasýning með verðlaunamyndunum og öðrum myndum sem báru af í keppninni. Sýningin stendur yfir til loka desember.