20. febrúar
Leiksýning í Árnesi
Þessa dagana er æft af kappi í Félagsheimilinu í Árnesi leikritið
“Láttu ekki deigan síga Guðmundur”
eftir þær Eddu Björgvinsdóttur og Hlín Agnarsdóttur.
Fjöldi leikara og tónlistarmanna taka þátt í sýningunni
og er titilhlutverkið í höndum Ingvars Hjálmarssonar.
Ásamt honum taka þátt þau:
Nikulás Hansen, Helga Höeg, Gylfi Sigríðarson,
Kristín Bjarnadóttir, Þóra Þórarinsdóttir, Sesselja Hansen,
Egill Gestsson, Sigrún Bjarnadóttir,
Helga Guðlaugsdóttir, Helga Kristinsdóttir,
Þórdís Bjarnadóttir og Hrafnhildur Jóhanna.
Lifandi tónlistarflutningur er í höndum þeirra
Þorbjörgar Jóhannsdóttur, Hjartar Bergþórs Hjartarsonar og Karls Hallgrímssonar.
Leikstjóri er Vilborg Halldórsdóttir en hún
setti síðast upp sýninguna
Gaukssögu fyrir UMFG í Árnesi 2011
við góðan orðstír.
Frumsýning verður föstudagskvöldið10. mars.
Þetta er sýning sem enginn vill missa af.