6. júlí
Laugarvatn í brennidepli um helgina
Laugarvatn í brennidepli laugardaginn 11.júlí
Hjólreiðakeppnin KIA Gullhringurinn verður haldin á Laugarvatni laugardaginn 11. júlí.
Keppnin er skipulögð þannig að bæði byrjendur sem og reyndir hjólreiðamenn geta skráð sig til leiks. Tugir brautarvinninga og bætt heilsa tryggja öllum verðlaun með einum eða öðrum hætti en þeir sem ekki geta keppt eru velkomnir í áhorfenda- og hvatningahópinn. Gullhringurinn á FB
Bylgjan verður með beina útsendingu frá Laugarvatni sama dag og ýmislegt um að vera á svæðinu.
Vatnaboltar og leiktæki fyrir börnin.
Gallerí Laugarvatn
Í og við Galleríið verður Sumarmarkaður.
Fjölbreytt handverk og listmunir, nýtt og notað, ásamt gómsætum vörum beint frá býli.
Laugarvatn Adventure - Hellaferð.
Ferð í Gjábakkahelli kl 15:00 (ekið frá samkaup Laugarvatni),
Takamarkaður sætafjöldi.
Efstidalur II
Íshlaðan og Hlöðuloftið verða opin á milli 11:30-22:00
Matseðillinn verður að venju með hráefni beint frá býli og úr uppsveitunum.
Ísborðið verður að sjálfsögðu hlaðið ísnum okkar og freistandi vöffluangan í loftinu.
Einnig verður lifandi tónlist á dagskrá þar sem ungir og svo aðeins eldri stíga á stokk.
Milli kl 13-14 láta upprennandi tónlistarstjörnur ljós sitt skína.
Eftir kl. 14 verður svo harmonikkufjör.
Hvetjum sem flesta til að koma og njóta notarlegs andrúmsloftsins með okkur. (13 km frá Laugarvatni)
Hótel Edda IKI laugarvatni
Opið fyrir kaffi, kökur og létta smárétti allan daginn.
Veitingasalur ásamt verönd þar sem hægt er að láta liða úr sér
og bragða á heitiri vöfflu eða öðru góðgæti.
444 4820, iki@hoteledda.is
Veitingahúsið Lindin
Málsverður Meistaranna. Pastahlaðborð, og súpa
milli klukkan 14:00 - 15:00 á keppnisdag á 2.980,- .
Takmarkað sæta magn.
Pantanir í síma 486 1262 og lindin@laugarvatn.is
Golfvöllurinn Dalbúi
9 holu völlur 5 km austur af Laugarvatni.
Meðan beðið er eftir að keppendur komi í mark er upplagt að taka golfhring. Skemmtilegur völlur í fallegu umhverfi.
hægt að fá leigt golf sett og kerru eða golfbíl.
Laugarvatn Fontana
Opið kl 10:00 - 23:00
Sundlaugin Laugarvatni
Opin frá kl.10:00
Strandblak
Tveir frábærir strandblakvellir á Laugarvatni.
Fyrir neðan grunnskólann við hlið Hótel Eddu ÍKÍ
Björgunarsveitin Ingunn
verður með zodiac bát á vatninu kl.14:00-17:00
hægt að bregða sér í siglingu.
Svifvængjamenn
fljúga um svæðið ef veður leyfir.
Laugarvatn Hostel
Fjölbreyttir gistimöguleikar í boði www.laugarvatnhostel.is
Tjaldsvæðið Laugarvatni
Opið og allir velkomnir
sími 615-5848 smidsholt@gmail.com
Verslunin Strax Laugarvatni
Opið kl. 10:00 -22:00.