22. maí

Landnámsdagur 2014

Landnámsdagur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi
verður haldinn laugardaginn 14. júní 2014 og er þetta í fimmta sinn sem dagurinn er haldinn hátíðlegur.  Þau ánægjulegu tímamót eru í ár að nú hefur verið stofnað víkingafélag á Suðurlandi.  Sunnlensku víkingarnir ásamt gestum, félögum úr víkingafélaginu Einherja munu taka virkan þátt í dagskrá í Þjóðveldisbænum.  Þar verða form handverk, leikir og bardagar að hætti víkinga.  Þjóðlagasveitin Korka mun koma fram, flytja forna þjóðlagatónlist og virkja fólk í dans. Þjóðlegar veitingar verða frambornar fyrir gesti, sagnamenn stíga á stokk og örmessur verða í lítlu kirkjunni.   Sitthvað fleira verður í boði í sveitinni, opin hús verða í kúabúinu Þrándarholti, minkabúinu í Mön og hjá skógræktinni í Þjórsárdal verður skógarkaffi.  Formleg opnun Landnámsdags fer fram á sögustaðnum Áhildarmýri.