10. júní
Landnámsdagur 14. júní dagskrá
Landnámsdagur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi laugardaginn 14. júní 2014
Dagskrá
Áshildarmýri 11:00-11:30 Landnámsdagur settur
Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, Skeiðháholti flytur tölu
Formleg afhending Áshildarmýrar frá Árnesingafélagi til Héraðsnefndar Árnesinga
Kirkjukór Ólafsvalla- og Stóra-Núpssókna syngur, stjórnandi Þorbjörg Jóhannsdóttir
Opin hús 11:00-14:00
Opið fjós. Kúabændur í Þrándarholti bjóða heim
Opið loðdýrabú. Minkabændur í Mön bjóða heim.
Þjórsárdalsskógur, skógræktin býður skógarkaffi í bálhúsinu.
Þjóðveldisbær dagskrá kl 14:00-16:00
Víkingar, handverk, leikir, tónlist, dans, erindi, örmessur, landnámssúpa
Nýstofnað víkingafélag á Suðurlandi og félagar úr víkingahópnum Einherja mæta.
Sagnamenn kl. 15:00-15:30: Friðþór Sófus Sigurmundsson doktorsnemi í landafræði flytur erindi um hnignun birkiskóga í Þjórsárdal 1587-1938.
Margrét Hallmundsdóttir fornleifafræðingur flytur erindi um lífið í skálum til forna
Örmessur í litlu kirkjunni til kl. 15:00 sr. Axel Árnason Njarðvík messar
Þjóðlagasveitin Korka flytur tónlist í Þjóðveldisbænum kl. 14:00 og 15:30.
Gestum býðst að stíga hringdans við sagnakvæði og dansa í flutningi Korku
Kjötsúpa að hætti landnámsmanna í umsjón Kvenfélags Skeiðahrepps
Þjóðveldisbærinn er opinn 10:00-18:00
Þjórsárstofa Árnesi kl.16:30
Afhjúpun söguskiltis um ferjustaðinn Hrosshyl Þjórsárholti og reynslusögur farþega.
Sýning á myndverkum yngstu nemenda Þjórsárskóla um landnámsöld.
Þjórsárstofa Árnesi er opin kl. 10:00-18:00