19. mars

Kveðjur úr Uppsveitum

Það eru erfiðir tímar á Íslandi og í heiminum öllum. Það reynir verulega á bæði andlega og efnahagslega.
Hér hefur gestum fækkað hratt eðli málsins samkvæmt.  Heimamenn eru að gera sitt allra besta og fara allir eftir leiðbeiningum þeirra sem standa vaktina fyrir okkur og við erum þeim þakklát fyrir styrka stjórnun.

Á langflestum þjónustustöðum í Uppsveitunum er opið fyrir gesti og eru fyrirtækin að vinna samkvæmt viðbragðsáætlunum á hverjum tíma og tryggja þannig öryggi gesta sem og starfsmanna sinna.

Við vonum að þetta ástand vari ekki til langs tíma og að á vormánuðum munum við sjá til sólar á ný.
Þegar veiruástandinu lýkur munu menn taka upp ferðalög á ný og þá verðum við tilbúin til að taka vel á móti þeim.  Við hvetjum Íslendinga til ferðalaga um eigið land, enda margt að sjá og upplifa.  Undanfarin ár hafa ferðaþjónustuaðilar byggt upp þjónustu og afþreyingu á heimsælikvarða um allt land af miklum metnaði.  Svo veljum við íslenskar vörur þegar þess er kostur, allt þetta hjálpar til.

Verið góð hvert við annað og farið varlega.
kveðjur úr Uppsveitum Árnessýslu.