3. janúar

Komdu fagnandi 2022

Gleðilegt ár !
Vonandi verður nýja árið gæfuríkt og léttara en það sem var að enda.  Við þökkum öllum sem lögðu leið sína í Uppsveitir Árnessýslu á árinu og bjóðum ykkur velkomin aftur. Það var töluvert um gestakomur á árinu og þó nokkrir voru á ferðinni um hátíðarnar.

Þessi jákvæði, hrausti ungi maður á myndinni naut áramótanna í sveitinni í fámenni en góðum félagsskap og lét veðrið ekki aftra sér frá þvi að kíkja á helstu náttúruperlurnar.  Hver árstíð hefur sinn sjarma og bráðum kemur betri tíð.