17. desember
Jólalegt í Uppsveitunum
Það hefur aldeilis verið jólalegt um að litast hér i Uppsveitunum að undanförnu.
Blessaður jólasnjórinn birtir upp og við höfum blessunarlega verið laus við verstu veður þó aðeins hafi blásið inn á milli.
Víða má rekast á jólasveina og meira að segja sást til Grýlu í byrjun aðventu en hún hefur ekki verið á kreiki síðan enda bara góð börn hér.
Margir hafa þann háttinn á að fara í bústað á aðventunni til að undirbúa jólin, baka eða skrifa jólakort í friði og ró. Það er góður siður.
Hér eru einnig víða haldin aðventukvöld og tónleikar í kirkjum.
Verið velkomin í Uppsveitirnar allt árið.